Sumarleyfi starfsfólks á skrifstofu sveitarfélagsins 8.-29. júlí

Skrifstofa- Skeiða og Gnúpverjahrepps er lokuð vegna sumarleyfa frá og með 8. júlí og opnað verður aftur 29. júlí n.k. Ef erindi eru brýn er ráðlagt að senda póst á netfangið skeidgnup@skeidgnup.is  auk þess er bent á Skafta Bjarnason oddvita í síma 895-8432 oddviti@skeidgnup.is 

Opnun gámasvæða - breyting þessa viku.

Vakin er athygli á að gámasvæðið í Brautarholti verður lokað nk miðvikudag 10 júlí, vegna lagfæringa á svæðinu. Þess í stað verður opið kl 14-16 bæði þriðjudag og miðvikudag á gámasvæðinu við Árnes.

Opnun verður með hefðbundnum hætti á báðum svæðum nk. laugardag.

Bjarni Jónsson umsjónarmaður sími 892-1250

Fundarboð 24. fundar sveitarstjórnar 3. júlí 2019

24. Fundur Sveitarstjórnar

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  3 júlí, 2019 klukkan 09:00.

Dagskrá

1. Fjárhagsmál - sjóðsstreymi viðauki við fjárhagsáætlun

Vel sóttur fundur um Vegamál

Þær voru líflegar umræðurnar um vegamál á opnum íbúafundi í Árnesi. Þar mætti ráðherra samgöngumála, þingmenn, umdæmisstjóri vegagerðar, logreglustjórinn, formaður samgöngunefndar SASS, ásamt góðum fjölda íbúa og annarra.

Fundargestir tóku margir til máls og létu í ljós skoðanir sínar umbúðaláust. Fummælendur fluttu mikinn fróðleik og svöruðu fyrirspurnum. 

Fundarboð 23. fundar sveitarstjórnar 19. júní 2019

23. Fundur Sveitarstjórnar

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  19 júní, 2019 klukkan 09:00.

Dagskrá

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar

Sveitahátíðin ,,Upp í sveit" 14 - 17 júní

Sveitahátíðin ,, Upp í sveit " verður haldin 14- 17 júní næstkomandi. Þetta er hátíð íbúa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, ættingja þeirra sem og burtfluttra. Í boði verður ýmis konar afþreyging og leikir.

Við vonumst eftir góðri þátttöku íbúa og annarra.  

Opinn fundur um vegamál 25. júní

Opnum fundi um vegamál í Árnesi er frestað til þriðjudags 25. Júní kl 20:00.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps boðar til fundar um vegamál í Árnesi þriðjudaginn 25. júní kl 20.00.

Til fundarins eru boðaðir alþingismenn Suðurkjördæmis.

Fulltrúar Vegagerðarinnar og Lögreglustjórinn á Suðurlandi mæta til fundarins auk samgöngunefndar SASS.

Fundarboð 22. fundar sveitarstjórnar 5. júní 2019

22. Fundur Sveitarstjórnar

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  5 júní, 2019 klukkan 09:00.

Hreinsunarátak í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Hreinsunarátak verður í sveitarfélaginu frá 1 – 17. júní næstkomandi.

Snyrtimennska er stór þáttur í vellíðan íbúa og gesta sem ber að garði. Fegrun umhverfis er víð eitt af föstum liðum vorsins.

Almennt er umhverfið hér í Skeiða- og Gnúpverjahreppi til sóma. En alltaf má gera gott enn betra.

Íbúar, fyrirtæki, sumarbústaðaeigendur og aðrir eru hvattir til að leggja átakinu lið.

Kennari óskast

Grunnskólakennari í Þjórsárskóla

í  Þjórsárskóla er laus 100% staða umsjónarkennara á yngra stigi

Meðal kennslugreina : Heimilisfræði í 1-7 bekk.

Umsóknarfrestur til og með 5. júní 2019.

Nánari upplýsingar veitir Bolette Höeg Koch skólastjóri sími 895 9660

netfang : bolette@thjorsarskoli.is