Unmennaráðstefna 20. mars 2020
Ungmennaráð UMFÍ stendur nú í ellefta sinn fyrir ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði. Ráðstefnan fer fram 1. – 3. apríl í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Yfirskrift ráðstefnunnar er Lýðræðisleg áhrif. Hvar, hvenær og hvernig hefur ungt fólk áhrif? Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16 - 25 ára. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og komast aðeins 80 þátttakendur að. Fullorðinn einstaklingur þarf að fylgja þátttakendum yngri en 18 ára. Þátttökugjald er 15.000 kr. fyrir hvern þátttakanda. Innifalið í gjaldinu eru ferðir, uppihald og ráðstefnugögn. UMFÍ styrkir 80% af ferðakostnaði. Rúta fer frá þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík á miðvikudeginum og til baka á föstudeginum. Skila þarf inn kvittunum til þess að fá styrk fyrir ferðakostnaði.