Gleðifréttir af áburðarpokum!

Áburðarpokar
Áburðarpokar
Kæru notendur áburðarpoka í Skeiða-og Gnúpverjahreppi. Hér eftir þarf EKKI að taka áburðarpokana í sundur það er að skilja lögin tvö að!
Einungis hreinsa vel og setja þá í einn stórsekk og binda fyrir því Rúlluplastsbíllinn hífir þá "um borð" hjá sér um leið og rúlluplastið er tekið! Einnig má koma með þá á gámasvæðin en þá verða þeir að vera komnir í stórsekkinn! Það er óumflýjanlegt!
Nú eru breyttar verklagsreglur hjá Íslenska gámfélaginu til hins betra að við höldum.