Álagningarskrár einstaklinga einungis lagðar fram til skoðunar á Skattstofum

Að gefnu tilefni er rétt að fram komi  að samkvæmt nýlegri ákvörðun ríkisskattstjóra er reglan sú að  álagningarskrár séu einungis lagðar fram á starfsstöðvum embættisins og verði hvorki afhentar til framlagningar eða í öðrum tilgangi. Álagningarskrá einstaklinga 2019 var  lögð fram í dag,  19. ágúst og liggur nú frammi til 2. september 2019 að báðum dögum meðtöldum. Skráin í heild var lögð fram á öllum starfsstöðvum ríkisskattstjóra nema hjá innheimtusviði í Tollhúsinu og er því ekki er lengur hægt að skoða þær á skrifstofun sveitarfélaga.

Skólaakstur í Fjölbrautaskóla Suðurlands hefst 26. ágúst.

Nemendur sem stunda nám í Fjölbrautarskóla Suðurlands geta nýtt sér skólaakstur sem verður í boði  frá Versluninni Árborg og niður á Sandlækjarholt í veg fyrir skólabíl á morgnana og heim aftur að loknum skóla. Mæting í Árborg ekki seinna en  07:20!

Valdimar Jóhannsson  sér um morgunaksturinn og Ari Einarsson seinni partinn.  Einnig geta aðrir sem hafa áhuga á nýtt  sér þessar ferðir.

26. fundarboð sveitarstjórnar 21. ágúst í Árnesi 2019 kl. 09:00

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi  21. ágúst, 2019 klukkan 09:00.
Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:
1. Gaukshöfði - Hugmyndir. Sigrún Guðlaugsdóttir mætir til fundar
2. Fjárhagsmál- Lántaka- viðauki við fjárhagsáætlun
3. Breyting á íbúð í Björnskoti. Vinnugögn - kostnaðaráætlun
4. Skipun fulltrúa í atvinnu- og samgöngunefnd.
5. Skipan varafulltrúa í Skólanefnd.

Ljósleiðarinn verður úti í ca 20 -30 mín. í nótt á milli kl.01:00 - 04:00

Viðskiptavinir á sveitaljósi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, og  Þingborg finna fyrir rofi á öllum þjónustum í 20-30 mínútur á tilgreindu tímabili vegna uppfærslu og útskiptingu á kjarnabúnaði í Árnesi.Einnig munu heimakúnnar á sveitaljósi og Aðgangsleið 1 á Flúðum finna fyrir sama rofi.

Aðalskipulag 2017-2029 auglýsing - Gögn

Skeiða- og Gnúpverjahreppur auglýsti  tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi sveitarfélagsins, þ.e. Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2019, samkvæmt 31. gr. skipulagslaga. Athugasemdafresti lauk þann 7. ágúst  en þeir sem hafa áhuga á að frekari upplýsingum, er bent á að hafa samband við skrifstofu skipulagsfulltrúa að Dalbraut 12, 840 Laugarvatni eða á netfangið runar@utu.is .  Fundur verður haldinn bráðlega þar sem athugasemdir verða teknar fyrir og svarað.

Umsóknir um leit á Gnúpverjaafrétti haustið 2019

Fjallskil á Gnúpverjaafrétti! Þeir sem ætla að sækja um leit á Gnúpverjaafrétti í haust hafi samband við Gylfa í  Háholti sími 869-1118 fyrir 20. ágúst n.k.

Skaftholtsréttir haldnar föstud. 13. september 2019  kl. 11:00.   - Reykjaréttir laugardaginn 14. september  2019 kl. 09:00 

Reglur sem gilda í friðlandinu Þjórsárverum

Reglur sem gilda í friðlandinu Þjórsárverum  https://ust.is/library/Skrar/Einstaklingar/Fridlyst-svaedi/Auglysingar/thorsarver_507_1987.pdf  Umhverfisstofnun telur mikilvægt að gestir friðlandsins þekki umgengnisreglur sem þar gilda þar sem um viðkvæmt lífríkissvæði er  ð ræða. Stofnunin leggur áherslu á að fylgt sé reglum sem gilda á svæðinu og óskar hér með eftir að Skeiða og Gnúpverjahrepp komi meðfylgjandi reglugerð áleiðis til hestamanna sem eru í skipulögðum hestaferðum um friðlandið. Í 12. gr. auglýsingar um friðlandið segir m.a. um ferðir á hestum: „Ríðandi mönnum er heimil för um svæðið á hefðbundnum leiðum og afmörkuðum áningastöðum, sbr. kort í viðauka III. Hrossabeit er bönnuð nema í viðurkenndum áningahólfum.“

25. fundur sveitarstjórnar miðvikudag 7. ágúst.

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  7 ágúst, 2019 klukkan 09:00.

Dagskrá

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu:

1. Brú yfir þjórsá ofan við þjófafoss

Uppbygging íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu

Það er sannarlega líflegt um þessar mundir hvað varðar uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Senn verða tilbúnar þrjár glæsilegar íbúðir að Bugðugerði 3 í Árneshverfi. Það eru Selásbyggingar ehf sem annast þá framkvæmd. Í sömu götu nr 9. hefur Byggingafélagið Þrándarholt sf tekið grunn að þriggja íbúða raðhúsi sem mun rísa á næstunni. Við Holtabraut 18-20 í Brautarholtshverfi er Tré og straumur ehf að reisa parhús og eru áform um að byggja annað parhús við sömu götu innan skamms.  Að sögn þeirra sem að byggingunum standa, er verulegur áhugi fyrir kaupum á íbúðunum sem eru að rísa. Fyrir utan þær framkvæmdir sem hér er getið, eru fleiri byggingahugmyndir á teikniborðum byggingaverktaka og hefur nokkrum lóðum til viðbótar verið úthlutað í hverfunum. 

Áform um friðlýsingu í Þjórsárdal

Svæði í Þjórsárdal 

Umhverfisstofnun ásamt Skeiða- og Gnþúpverjahreppi kynna hér með áform um friðslýsingu svæðis í Þjórsárdal. Svæðið nær meðal annars til Gjárinnar, Háafoss og nágrennis í samræmi við lög nr 60/2013 um náttúruvernd.