Álagningarskrár einstaklinga einungis lagðar fram til skoðunar á Skattstofum
Að gefnu tilefni er rétt að fram komi að samkvæmt nýlegri ákvörðun ríkisskattstjóra er reglan sú að álagningarskrár séu einungis lagðar fram á starfsstöðvum embættisins og verði hvorki afhentar til framlagningar eða í öðrum tilgangi. Álagningarskrá einstaklinga 2019 var lögð fram í dag, 19. ágúst og liggur nú frammi til 2. september 2019 að báðum dögum meðtöldum. Skráin í heild var lögð fram á öllum starfsstöðvum ríkisskattstjóra nema hjá innheimtusviði í Tollhúsinu og er því ekki er lengur hægt að skoða þær á skrifstofun sveitarfélaga.