Óveður í aðsigi í nótt og á morgun
Veðurstofa Íslands hefur nú síðdegis 13. febrúar uppfært viðbúnaðarstig upp á Rautt
Veðurstofa Íslands hefur nú síðdegis 13. febrúar uppfært viðbúnaðarstig upp á Rautt
Fréttabréfið er komið út og úr ýmsu að moða. LESA HÉR Hálendisböð, friðlýsing, heilsuefling, fréttir úr skólunum og ýmislegt annað sem er á döfinni komið á prent. Blaðið ætti að koma með næstu póstferð í hús. Á fimmtudaginn.
Ungmennaráð UMFÍ stendur nú í ellefta sinn fyrir ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði. Ráðstefnan fer fram 1. – 3. apríl í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Yfirskrift ráðstefnunnar er Lýðræðisleg áhrif. Hvar, hvenær og hvernig hefur ungt fólk áhrif? Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16 - 25 ára. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og komast aðeins 80 þátttakendur að. Fullorðinn einstaklingur þarf að fylgja þátttakendum yngri en 18 ára. Þátttökugjald er 15.000 kr. fyrir hvern þátttakanda. Innifalið í gjaldinu eru ferðir, uppihald og ráðstefnugögn. UMFÍ styrkir 80% af ferðakostnaði. Rúta fer frá þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík á miðvikudeginum og til baka á föstudeginum. Skila þarf inn kvittunum til þess að fá styrk fyrir ferðakostnaði.
Í tilefni af áformum um friðlýsingu mennigarlandslags í Þjórsárdal blæs Minjastofnun Íslands til opins kynningarfundar um verkefnið í Árnesi þann 10. febrúar kl. 14:00. Friðlýsinginarskilmála má nálgast á heimasíðu Minjastofnunar www.minjastofnun.is og hér að neðan. Allir eru velkomnir á fundinn.
Skráning er í fullum gangi í Lífshlaupið 2020. Á ekki að vera með í ár, skapa skemmtilega stemningu í sveitafélaginu og koma á keppni milli stofnana og vinnustaða innan sveitafélagsins? Endilega hvetjið alla íbúa til að taka þátt og vera með í landskeppni í hreyfingu J
Lífshlaupið hefst formlega miðvikudaginn 5. febrúar en það er bara í næstu viku þannig dreifið endilega boðskapnum sem víðast. Stöndum saman og hvetjum landsmenn til heyfingar!
36. fundur sveitarstjórnar
Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps
í Árnesi 5 febrúar, 2020 klukkan 16:00.
Dagskrá
Friðlýsing hluta Þjórsárdals. Umhverfis- og auðlindaráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson undirritaði friðlýsingu svæðis í Þjórsárdal kl 16:30 í dag, fimmtudaginn 30. janúar. Verndargildi og sérstaða þess felst fyrst og fremst í jarðfræðilegri sérstöðu, fágætu og fögru landslagi. Svæðið verður nú friðlýst sem landslagsverndarsvæði en innan þessu eru Gjáin, Háifoss, Granni og Hjálparfossi sem friðlýst verða sem sérstök náttúruvætti. Á svæðinu eru mikil tækifæri til náttúruskoðunar, útivistar og sjálfbærrar ferðamennsku en þar eru einnig menningarminjar sem vitna til um mannvistir á fyrri tímum. Svæðið er hið fyrsta sem friðlýst er sem landslagsverndarsvæði samkvæmt lögum um náttúruvernd en unnið hefur verið að friðlýsingunni í rúmt ár.
Aðalbókari og launafulltrúi Starf aðalbókara og launafulltrúa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er laust til umsóknar. Starfshlutfall getur verið sveigjanlegt fyrst um sinn, en verður 100 % innan árs frá ráðningu.
Starfssvið
Hæfniskröfur og menntun:
Starfskjör og laun eru í samræmi við samninga Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Laus er til umsóknar staða skipulagsfulltrúa hjá Umhverfis og tæknisviði uppsveita. Sjá meðf. link með nánari upplýsingum um starfið. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is Umsóknarfrestur er til 30. janúar n.k. Auglýsing hér
Skeiða- og Gnúpverjahreppur vinnur að innleiðingu rafrænna reikninga fyrir Evrópska Normið (EN)
Hér með tilkynnist að sveitarfélagið tekur þátt í ICELAND INV18. verkefninu. Markmið verkefnisins er að stuðla að því að byggja upp snið fyrir rafræn reikngagerð og bókhald opinberra aðila hér á landi.