Malbikað í Árneshverfi

Nú eru göturnar Hamragerði og Heiðargerði í Árneshverfi að klæðast nýjum búningi. Þær eru að fá malbik. Þetta flokkast undir framfarir.

Skrifstofan lokuð 11. og 12. október

Skrifstofa sveitarfélgasins í Árnesi verður lokuð dagana 11. - 12. október, fimmtudag og föstudag vegna fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna sem starfsmenn sækja. Ef erindi eru brýn er hægt að senda póst á kristofer(hjá)skeidgnup.is eða hringja í hann í síma 861-7150. Hægt er einnig að hafa samband við Áhaldahúsið í síma 893-4426. Opið svo eins og venjulega á mánudaginn 15. október. 09- 12 og 13 - 15.

Rafmagnslaust í Gnúpverjahr. frá Hæl að Haga 10.10. kl.13 -16

Rafmagnslaust verður í Gnúpverjahreppi frá Hæl að Haga á morgun, 10.10.2018 frá kl 13.00 til kl 16.00 vegna vinnu við háspennu.

Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar. Sjá kort af svæði á www.rarik.is Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Suðurlandi í síma 528 9890.

Látið vita ef vantar holur - verið er að bora.

Ágætu íbúar. Nú er verið að bora nýjar holur, fyrir lífrænan úrgang hjá þeim sem það þurfa hér í sveitarfélaginu. Látið okkur vita  ef að þið þurfið að slíkri þjónustu að halda þar sem þetta er síðasta yfirferð fyrir veturinn!  Hafið samband beint við Ara í Áhaldahúsinu ari@skeidgnup.is eða sendið honum sms eða hringið í síma 893-4426.

Rafmagnstruflanir í Brautarholti í dag 3. október

Truflanir verða á rafmagni í Brautarholti í dag 3. október á milli kl.8 og 16 vegna tengivinnu. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Suðurlandi í síma 528 9890.

Boðað er til 7. sveitarstjórnarfundar 3.október í Árnesi kl. 09:00

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 3. október 2018  kl. 09:00.  Dagskrá:

               Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

                  Fundargerðir

                   Styrkir-samningar-fundarboð

Íþróttavika Evrópu: Neslaug og Skeiðalaug - frítt í sund

Íþróttavika Evrópu 23. - 30. september 2018. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sér um að halda utan um verkefnið hérlendis og er þetta í fyrsta skipti sem sérstakur BeActive dagur er haldinn hátíðlegur. Ljóst er að þessi skemmtilegi dagur er kominn til að vera. Íþróttavika Evrópu er nú í fullum gangi og vefsíða verkefnisins er www.beactive.is og Facebook síðuna má finna hér.

Skilarétt í Skaftholtsréttum 30. september kl. 10:00

Orðsending til íbúa í Brautarholtshverfi - Truflun á vatnsrennsli

Orðsending til íbúa í Brautarholtshverfi.

Það kom upp vandamál í gær vegna vatnsleka á lóðinni við leikskólann. Unnið er að viðgerð. Vænta má þess að öðru hverju geti orðið truflanir á rennsli á heitu og köldu vatni í dag vegna þess. Við biðjum hlutaðeigandi velvirðingar vegna þess.

Sveitarstjóri.
 

Auglýst eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Suðurlands

UPPBYGGINGARSJÓÐUR SUÐURLANDS AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands:

* Að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi

* Að efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi