Auglýst eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Suðurlands

UPPBYGGINGARSJÓÐUR SUÐURLANDS AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands:

* Að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi

* Að efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi

Auglýsing um Aðalskipulag Rangárþings ytra 2016-2028

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að auglýsa tillögu að aðalskipulagi Rangárþings ytra skv. 31. gr. laga nr. 123/2010 ásamt umhverfisskýrslu sbr. 7. gr. laga nr. 105/2006. Nýtt aðalskipulag tekur til tímabilsins 2016-2028 og er endurskoðun á aðalskipulagi fyrir tímabilið 2010-2022.Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð.

Sveitarstjórn 2018-2022

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 19. september 2018  kl. 09:00. Dagskrá:

             Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

Fundargerðir

Umsóknir um stuðning

Annað

Mál til kynningar :

http://map.is/sudurland - Kort af Suðurlandi til margra nota

http://map.is/sudurland  Á þessum kortavef er mikið af upplýsingum t.d. um það hvar ljósleiðari liggur um lönd. Jarða-  og lóðamörk og  í mörgum tilfellum teikningar af byggingum ásamt mörgum öðrum upplýsingum um þjónustu og annað. Frekari upplýsingar neðar á síðu.

5. sveitarstjórnarfundur boðaður 5. sept. kl. 09:00 í Árnesi

Boðað er til 5. fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 5. september 2018  kl. 09:00.

Dagskrá:

             Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

Fundargerðir

Mál til kynningar :

Kristófer A Tómasson sveitarstjóri

Leikskólakennari óskast í leikskólann Leikholt

Leikskólinn Leikholt óskar eftir að ráð leikskólakennara í 58,25 % starfshlutfall eða 3 daga vikunnar miðvikudag til föstudag.

Starfið er tímabundið frá 3. september til 31. desember. 

Frekari upplýsingar veitir Elín Anna Lárusdóttir skólastjóri  895-2995. Umsóknir sendist á netfangið leikholt@leikholt.is

Fjölsóttur og líflegur fundur um þjóðgarð á miðhálendi Íslands.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið stóð fyrir opnum fundi um þjóðgarð á miðhálendi Íslands í Félagsheimilinu Árnesi mánudaginn 27 ágúst.

Fjallskil á Gnúpverjaafrétti 2018

Lagt verður upp í Sandleit miðvikudaginn 5. sept. og eftirsafn  laugardaginn. 22. september.

Fjallkóngur verður Guðmundur Árnason og foringi í Eftirsafni Arnór Hans Þrándarson.  Fjallskilasjóður sér fyrir mat og heyi í allar leitir.

Réttardagurinn er föstudagur 14. september og verður safnið rekið inn kl. 11.00.

Fundur um Þjóðgarð á hálendinu 27 ágúst kl 17 - ath breyttur fundartími

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið boðar til fundar um þjóðgarð á miðhálendi Íslands í Félagsheimilinu Árnesi mánudaginn 27 ágúst. Kl 17:00.

Formaður miðhálendisnefndar Óli Halldórsson kynnir verkefni nefndarinnar og fer yfir tímarás verkefnisins. Að framsögu hans lokinni mun hann leitast við að svara fyrirspurnum.

Sveitarstjórnarfundur miðvikudag 22. ágúst nk.

Árnesi 19. ágúst 2018

Fundarboð

Boðað er til 4. fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 22. ágúst 2018  kl. 14:00.

Dagskrá:

             Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

Fundargerðir

Annað

Mál til kynningar :