Mannamót 2019 í Kórnum fimmtudaginn 17. janúar 2019
Við vildum minna ykkur á Mannamót 2019, sem haldin á morgun, fimmtudaginn 17. janúar, í Kórnum Kópavogi. Mannamót markaðsstofanna er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu.