Nýr starfsmaður - Aðalbókari og launafulltrúi

Skrifstofur sveitarfélgasins eru í Árnesi
Skrifstofur sveitarfélgasins eru í Árnesi

Sylvía Karen Heimisdóttir hefur verið ráðin aðalbókari og launafulltrúi hjá Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Hún hefur þegar hafið störf. Sylvía er viðskiptalögfræðingur að mennt með framhaldsmenntun í alþjóðaviðskiptum. Hún hefur auk þess lokið námi sem viðurkenndur bókari. Síðastliðin 13 ár hefur Sylvía starfað í höfuðstöðvum Íslandsbanka. Sylvía tekur við starfinu af Þuríði Jónsdóttur sem brátt lætur af störfum eftir 25 ár í starfinu. Við bjóðum Sylvíu Karen velkomna til starfa og væntum góðs af hennar störfum.   Sveitarstjóri

Sylvía Karen Heimisdóttir