Rafræn kynning á æskulýðsstarfi Hmf. Loga og Smára

Folöld stinga saman nefjum - af vef BSSL
Folöld stinga saman nefjum - af vef BSSL

Gleðilegt nýtt hestaár!

Venjulega hefðum við haldið kynningarfund í janúar en að þessu sinni látum við duga þessi lauslega kynning á því sem við ætlum að gera saman. Það er vegna þess að við komum hver úr sinni áttinni og þótti okkur ekki við hæfi að hittast mjög mörg saman eins og staðan er á faraldrinum.

Í febrúar og mars ætlum við að halda þrjú helgarnámskeið fyrir krakka. Klara Sveinbjörnsdóttir ætlar að kenna. Krökkunum verður skipt í hópa og við reiknum með að færri en fleiri verði saman í hóp en það fer eftir stöðunni hverju sinni.

Námskeiðin fara fram í reiðhöllinni á Flúðum. Það þarf að hafa með sér hest, hjálm og reiðtygi.

Það er í boði að geyma hesta yfir nótt ef þörf er á, í hesthúsinu í reiðhöllinni meðan pláss leyfir en það þarf þá að hirða um að hreinsa stíur og passa að setja ekki ókunnuga hesta saman.

Námskeiðshelgarnar eru:

20.-21.febrúar, almenn reiðmennska

27.-28.febrúar, trec

27.-28. mars, hindrunarstökk

 

Skráning á námskeiðin er opin á netfanginu smarakrakkar@gmail.com. Þar þarf að koma fram nafn barns, fæðingarár, nafn forsjáraðila og símanúmer. Þetta eru stök námskeið svo það þarf að taka fram við skráningu hvaða helgar verið er að sækja um.

Verði verður stillt í hóf eins og áður en fer eftir þátttöku.

 

19. mars ætlar Kathrina sem er bæði lærður kennari og söðlasmiður að kenna krökkunum réttu handtökin við að búa til sín eigin reiðtygi. Námskeiðið fer fram í Bláskógarskóla í Reykholti og verður nánar auglýst síðar.

Þemareiðtúr er á dagskrá fljótlega eftir það á Flúðum og verður kynntur betur þegar nær dregur.

Munið að fara eftir sóttvarnarreglum sem eru í gildi hverju sinni og á hverjum stað.

Við hvetjum krakkanna til að taka þátt í námskeiðum og keppnum sem verða í boði hér og í nágrenninu. Foreldrar eru hvattir til að tala saman, nýta ferðir, hús, hross og annað eins og hægt er því saman stöndum við sterkari. 

Ef allt gengur eftir áætlun stefnum við svo á byrjendanámskeið og fleira í vor og sumar.

Ef það vakna spurningar er sjálfsagt að spyrja á krakkasíðunum okkar “Logakrakkar” og “smárakrakkar” á facebook eða senda tölvupóst á smarakrakkar@gmail.com

Æskulýðsnefnd Loga og Smára:  Elin, Kathrina, Alvin, Unnur, Arna, Kristín og Guðrún Erna