Klippikortin tilbúin

Kjálkaversfoss í Þjórsá
Kjálkaversfoss í Þjórsá

Klippikortin fyrir rusl á ruslasvæðið eru tilbúin til afgreiðslu. Að þessu sinni prufum við nýtt fyrirkomulag og verða kort íbúa á svæðinu afgreidd á ruslasvæðinu þegar fólk kemur með sorp þangað. Starfsmenn þar eru með lista yfir hverjir eiga rétt á korti og er fólk beðið að kvitta fyrir móttöku kortsins. Klippikortunum er útdeilt eftir eigendum fasteigna, svo ef einhverstaðar eru leigjendur sem eiga að fá klippikort má gjarnan koma þeim upplýsingum til okkar hér á skrifstofunni eða til starfsmanna á ruslasvæðinu til að liðka fyrir afgreiðslu kortanna.

Eigendur sumarbústaða fá enn klippikortin send á sitt lögheimili eins og gert hefur verið undanfarin ár.

Starfsfólk skrifstofu sveitarfélagsins biðst velvirðingar á því hvað afgreiðsla kortanna hefur dregist.