Heimasíða Seyruverkefnisins

Seyrudreifing til landgræðslu
Seyrudreifing til landgræðslu

Sveitarfélögin Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og  Gnúpverjahreppur standa að seyruverkefninu. Verkefnið er samstarfsverkefni sveitarfélaganna, Landgræðslunnar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og reka sveitarfélögin móttökustöð fyrir seyru á Flúðum og annast hreinsun rotþróa í sveitarfélögunum.

Verkefnið felst í því að sveitarfélögin sjá um að hreinsun rotþróa, hverja rotþró þarf að hreinsa á þriggja ára fresti. Seyrunni er safnað af seyrubíl sem síðan sturtar henni í kalkara þar sem henni er blandað saman við kalk og stundum einnig grasfræ. Þegar seyran hefur verið kölkuð er henni dreift á sérstakt dreifingarsvæði þar sem hún er notuð í uppgræðslu.

Þjónustufulltrúi Seyruverkefnisins er Áslaug Alda Þórarinsdóttir og hefur nú verið opnuð heimasíða verkefnisins, þar sem hægt er að sjá skipulag á verkefninu og ýmsar áhugaverðar upplýsingar um rotþær og umgengni við skolp. Heimasíðuna má finna hér