Neslaug lokuð miðvikudag og fimmtudag
Neslaug verður lokuð miðvikudaginn 1. júní og fimmtudaginn 2. júní vegna viðgerða.
Neslaug verður lokuð miðvikudaginn 1. júní og fimmtudaginn 2. júní vegna viðgerða.
Nú rétt í þessu hófust framkvæmdir við stækkun tjaldsvæðisins í Árnesi, í þessum fyrsta áfanga stækkunar verður sléttað úr svæðinu til suðurs frá núverandi tjaldsvæði.
Nautavað 1: Lóðin er 34.512 m2 að stærð
Nautavað 3: Lóðin er 41.778 m2 að stærð
Nú nálgast júní óðfluga og þá er komið að næsta Gauk. Eins og áður hefur komið fram í Gauknum er sveitahátíðin Upp í sveit á dagskrá dagana 17. - 20. júní nk og að því tilefni verður júní Gaukurinn sendur heim á pappír á hvert heimili í sveitarfélaginu með dagskrá og frekari upplýsingum um hátíðina. Gaukurinn kemur því næst út föstudaginn 3. júní og þarf aðsent efni í hann þarf að berast í netfangið hronn@skeidgnup.is fyrir miðvikudaginn 1. júní næstkomandi.
Þar sem allt er að verða svo fallega grænt og gróandi í loftinu þá minnum við á vorhreinsunina - hvetjum alla til að taka hlaðið í gegn og rölta með vegum í nágreninu, tína upp það sem fokið hefur til í vetur. Dagana 15. maí til 16. júní er hægt að fá járnagáma heim á bæi, í tvo daga í senn, án endurgjalds. Nú þegar hafa allnokkrir fengið slíka gáma heim og tekið til hendinni. Hægt er að óska eftir gám með því að hringja eða senda póst á skrifstofu sveitarfélagsins.
Eins og fram hefur komið á helstu miðlum sveitarfélagsins var haldinn íbúafundur um Hvammsvirkjun þann 8. mars sl. Á fundinum komu fram fjölmargar spurningar úr sal og sáu fulltrúar Landsvirkjunar sér ekki fært að svara þeim öllum á staðnum. Þessum svörum hefur nú verið safnað saman í eitt skjal og má finna það, ásamt glærukynningu af fundinum, hérna.
Ungmennum, með lögheimili í Skeiða-og Gnúpverjahreppi, sem fædd eru 2007-2008 gefst kostur á að starfa í vinnuskóla sveitarfélagsins í sumar. Vinnuskólinn hefst 7. júní og stendur til og með 4. ágúst. Unnið er fjóra daga í hverri viku, mánudaga-fimmtudaga frá kl. 8 – 14. Miðað er við að hvert barn taki viku frí, samfleytt, á tímabilinu. Heitur matur er framreiddur í hádeginu en koma þarf með nesti á kaffitíma fyrir hádegi. Skráningarfrestur er til 25. maí. Skráning þarf að berast á netfangið skeidgnup@skeidgnup.is
Sveitarfélögin Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur leita að afleysingarstarfsmanni í félagsmiðstöðinni Zero.
Um er að ræða 50% starf með starfstöð á Flúðum, skólaárið 2022-2023.
Starfssvið
Menntunar- og hæfniskröfur
Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga en vinnutími og starfskjör eru sveigjanleg.
Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita bs. hefur tengt málakerfi embættisins við stafrænt pósthólf á island.is, sem er miðlæg þjónustugátt stjórnvalda. Um mikið framfaraskref er að ræða í þjónustu embættisins sem eykur hraða og skilvirkni birtinga á afgreiðslubréfum og öðrum gögnum sem embættinu ber að birta samkvæmt lögum.
Um er að ræða 50 – 100% stöður samkvæmt samkomulagi
Í Flúðaskóla verða rúmlega 100 nemendur næsta skólaár. Við skólann starfa áhugasamir og metnaðarfullir starfsmenn. Gildi skólans er virðing-vitneskja. Lögð er áhersla á að skapa námsumhverfi þar sem allir eru virkir, öllum líði vel og allir læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu.