Skrifstofan lokuð v. Fjármálaráðstefnu

Skrifstofa Skeiða-og Gnúpverjahrepps verður lokuð fimmtudaginn  13. október og föstudaginn 14. október vegna ferðar starfsfólks á Fjármálaráðstefnu Sveitarfélaga, sem haldin er í Reykjavík þessa daga.  

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga er stór ráðstefna ætluð fyrir starfsfólk og sveitarstjórnarfólk þar sem fyrri daginn er farið yfir ýmis sameiginleg verkefni sveitarfélaganna. Seinni daginn er svo boðið upp á tvær málstofur þar sem annarsvegar er til umfjöllunar Tekjustofnar og fjármálastjórn sveitarfélaga og hinsvegar Uppbygging innviða og íbúða.