Allt í plasti - Opinn fyrirlestur um ábyrga notkun plasts í atvinnulífinu

Umhverfisstofnun býður alla áhugasama velkomna á fyrirlestur um ábyrga notkun plasts í atvinnulífinu sem fram fer í beinu streymi fimmtudaginn 13. október kl. 11.

Í aðgerðaráætlun um plastmálefni eru fyrirtæki í íslensku atvinnulífi hvött til að leggja áherslu á ábyrga notkun plasts, nýta þær lausnir sem til eru og skapa nýjar lausnir þar sem það er mögulegt. Umhverfisstofnun birti nýlega upplýsingar á vefnum Saman gegn sóun sem eiga að auðvelda fyrirtækjum að hefja þessa vegferð.

 

Fyrirlesturinn er hugsaður fyrir:

  • Verslanir
  • Heild- og smásölur
  • Umbúðahönnuði og aðra hönnuði
  • Framleiðendur
  • Stofnanir
  • Skóla
  • Önnur fyrirtæki
  • Alla sem hafa áhuga á plastmálefnum

Viðburðurinn á Facebook þar sem nálgast má hlekk á streymið

Við tökum glöð á móti nafnlausum spurningum eða ábendingum fyrir fyrirlesturinn hér.