73. sveitarstjórnarfundur Skeiða- og Gnúpverjahrepps
Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps
í Árnesi 12 janúar, 2022 klukkan 14:00.
Dagskrá
Mál til umræðu
Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps
í Árnesi 12 janúar, 2022 klukkan 14:00.
Dagskrá
Mál til umræðu
Skeiðalaug verður lokuð á þorláksmessukvöld en í staðin verður hún opin á aðfangadag kl. 10 - 14. Boðið verður uppá kaffi, piparkökur og safa og frítt er í sund. Að öðru leiti er opnunartími Skeiðalaugar óbreyttur yfir hátíðar.
Neslaug verður lokuð á jóladag og nýársdag. Annars óbreyttur opnunartími yfir hátíðar.
Auglýsing eftir starfsmanni í eldhús/ræstingar
Leikskólinn Leikholt auglýsir eftir starfskrafti í eldhús/ræstingar. Um er að ræða 90% starf með vinnutímann 9:00-16:00 (eða 10:00-14:00 og svo þrif eftir lokun), þar sem tekið er á móti matnum sem kemur frá Árnesi, framreitt og gengið frá, einnig er húsið ræst. Laun samkvæmt kjarasamningum. Starfsmaður þarf að geta byrjað að vinna frá og með 3. janúar 2022.
Minnum á tómstundastyrk Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Styrkurinn árið 2021 nemur 80.000 kr og ekki er hægt að safna honum upp á milli ára, svo styrk fyrir tómstundum árið 2021 þarf að sækja um fyrir áramót. Reglugerð um styrkinn má finna hér
Þann 25. nóvember sl. hófst árlegt alþjóðlegt sextándaga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið hefst þann 25. nóvember sem er alþjóðadagur sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi og lýkur á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna þann 10. desember. í ár er átakið helgað stafrænu ofbeldi sérstaklega. Af þessu tilefni blaktir við hún hér fyrir utan skrifstofu Skeiða-og Gnúpverjahrepps, appelsínugulur fáni, sem er litur Soroptimistaklúbbs Suðurlands, en klúbburinn og Skeiða- og Gnúpverjahreppur, ásamt mörgum öðrum stofnunum og sveitarfélögum, eru samstarfsaðilar um Sigurhæðir, þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi.
Rafmagnstruflanir verða í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í dag þriðjudaginn 23.11.2021 frá kl 12:30 til kl 16:00 Tvö stutt straumleysi verða vegna tengivinnu við háspennukerfi. Beðist er velvirðingar á stuttum fyrirvara. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Suðurlandi í síma 528 9890 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
Opinn kynningarfundur á vinnu við gerð svæðisskipulagi fyrir Suðurhálendið, verður haldinn miðvikudaginn 24. nóvember
Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps
í Árnesi 17 nóvember, 2021 klukkan 14:00.
Dagskrá
1. Fjárhagsáætlun 2022- Álagningarforsendur 2022