Bólusetningar í Árnes- og Rangárvallasýslu
Hætt verður að boða í Covid 19 bólusetningar, en boðið verður upp á bólusetningar reglulega í opnu húsi. Einstaklingar eru beðnir um að fylgjast sjálfir með því hvenær tími er kominn á skammt nr. 2 ( eftir 3-5 vikur) eða skammt nr. 3 í örvunarbólusetningu og mæta í opið hús í Félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi - Næsta opna hús er auglýst inni á hsu.is undir appelsínugula covid-flipanum