Allar fréttir

Fimmtudagur, 18. maí 2017

Laus staða umsjónarkennara í 5 bekk í Þjórsárskóla. Kennt er í litlum hópum yngri sér ( 1.-4.) og eldri sér ( 5.-7.). Við leggjum upp úr sjálfbærni, að nýta það efni sem við fáum í Þjórsárdalsskógi og einnig  að gefa gömlum hlutum nýtt líf. Aðal kennslugreinar eru náttúrufræði, samfélagsfræði og stærðfræði, reynsla er æskileg.

Gerð er krafa um grunnskólakennaramenntun og lipurð í mannlegum samskiptum. Reynsla á yngsta og miðstigi æskileg.

100 % staða frá 1 ágúst nk tímabundið í eitt ár. Möguleiki á framlengingu

 Umsóknarfrestur til 30.maí 2017.

Þjórsárskóli
Miðvikudagur, 17. maí 2017

 „Í hvernig samfélagi vilt þú búa?“ Íbúafundir um mögulega sameiningu sveitarfélaganna í Árnessýslu. Nú stendur yfir greining á kostum og göllum þess að sameina sveitarfélögin í Árnessýslu í eitt sveitarfélag. Verkefninu er stýrt af samstarfsnefnd sveitarfélaganna og ráðgjafarsviði KPMG. Boðað er til íbúafunda vegna þessa verkefnis í hverju sveitarfélagi fyrir sig:

Bláskógabyggð – Aratunga í Reykholti – fimmtudaginn 18. maí kl. 19:30

Grímsnes- og Grafningshreppur – Borg í Grímsnesi – mánudaginn 22. maí kl. 19:30

Íslensk hönnun
Mánudagur, 15. maí 2017

Ágæti viðtakandi, Nú er tækifæri til að sitja málþing og fræðast um velferðartækni.   Á síðustu fimm til sjö árum hefur velferðartækni fengið stöðugt meiri athygli með tilliti til stjórnmála og fjölmiðla á Norðurlöndunum, en þrátt fyrir mikinn áhuga og aukna athygli hefur ekki eins mörgum lausnum verið hrundið í framkvæmd eins og við var búist.  Þau rúmlega 1.200 norrænu sveitarfélög sem um ræðir eiga í erfiðleikum með að breyta áhuga og tilraunaverkefnum, í nýja starfsvenju bæði fyrir starfsfólk og þjóðfélagsþegna.  

Ungmenni í útiveru
Sunnudagur, 14. maí 2017

Fréttabréf Skeiða- og Gnúpverjahrepps er komið út og er stútfullt af ýmis konar efni LESA HÉR  Fréttir af fólki og hitt og þetta.

Sundleikfimi hjá eldri borgurum
Miðvikudagur, 10. maí 2017

Íbúafundir um mögulega sameiningu sveitarfélaganna í Árnessýslu. Nú stendur yfir greining á kostum og göllum þess að sameina sveitarfélögin í Árnessýslu í eitt sveitarfélag. Verkefninu er stýrt af samstarfsnefnd sveitarfélaganna og ráðgjafarsviði KPMG. Boðað er til íbúafunda vegna þessa verkefnis í hverju sveitarfélagi fyrir sig:

Bláskógabyggð – Aratunga í Reykholti – fimmtudaginn 18. maí kl. 19:30

Grímsnes- og Grafningshreppur – Borg í Grímsnesi – mánudaginn 22. maí kl. 19:30

Fimm lykilstaðir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Þriðjudagur, 9. maí 2017

Í Flúðaskóla eru um 100 nemendur í 1. – 10. bekk. Lögð er áhersla á fjölbreytta kennsluhætti, ábyrgð nemenda og góða samvinnu við alla sem að skólastarfinu koma. Eftirfarandi kennarastöður eru lausar til umsóknar: Tónmenntakennari

Starfshlutfall 40 % ótímabundin ráðning, tónmennt í 1. – 5. bekk og kór.

Íþróttakennari

Starfshlutfall 60 % tímabundin ráðning skólaárið 2017 – 2018

Menntunar- og hæfniskröfur

Í Gjánni í Þjórsárdal
Föstudagur, 5. maí 2017

Þarfir Sunnlendinga. Kynning á niðurstöðum rannsóknar. Boðið er til opins fundar á Hótel Selfossi fimmtudaginn 11. maí nk. kl. 14:15-16:30. Þar mun Félagsvísindastofnun HÍ kynna niðurstöður rannsóknar sem unnin var í vetur í samvinnu Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga

Skrifborð sr. Valdimars Briem á safnarasýningu
Fimmtudagur, 4. maí 2017

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi   Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu: 

1.     Breyting á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 innan þéttbýlisins Árnes.

Það er að koma sumar:  Reyniviður í blóma
Þriðjudagur, 25. apríl 2017

Laus er staða umsjónarkennara í 3.- 4. bekk í Þjórsárskóla. Kennt er í litlum hópum yngri sér ( 1.-4.) og eldri sér ( 5.-7.). Við leggjum upp úr sjálfbærni, að nýta það efni sem við fáum í Þjórsárdalsskógi og einnig  að gefa gömlum hlutum nýtt líf. Aðal kennslugreinar fyrir utan umsjónarkennslu eru stærðfræði og náttúru/samfélagsfærði 1-4 bekk, reynsla er æskileg. Gerð er krafa um grunnskólakennaramenntun og lipurð í mannlegum samskiptum. Reynsla á yngsta og miðstigi æskileg. 100 % staða frá 1 ágúst nk.

Einnig er óskað eftir  kennara í 60 % stöðu í kennslu 1-4 bekk.

Þjórsárskóli er grænfánaskóli
Mánudagur, 24. apríl 2017

Strengjadeild Tónlistarskóla Árnesinga stendur fyrir Vínarbrauðstónleikum í Árnesi  sunnudaginn 14. maí  kl. 11:00. Þar munu strengjahópar nemenda allt frá 5 ára aldri til langt kominna nemenda ásamt yngri og eldri strengjasveit skólans flytja fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá. Kaffihúsastemmning mun ríkja. Aðgangur er ókeypis.

Mynd úr Árnesi við annað tækifæri

Pages