Fréttir

Laust starf ritara hjá UTU

Laust er til umsóknar starf ritara hjá Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita bs.

Um framtíðarstarf er að ræða í 100% starfshlutfalli.

Starfs- og ábyrgðarsvið:

• Móttaka gagna og skjalaumsjón

• Ráðgjöf og upplýsingagjöf við umsækjendur í síma og tölvupósti

• Samskipti og bréfaskrif við opinberar stofnanir

• Reikningagerð

Skeiðalaug lokuð þessa vikuna

Af óviðráðanlegum orsökum verður Skeiðalaug lokuð þessa vikuna, bæði mánudag og fimmtudag. Hún opnar aftur mánudaginn 15. ágúst

Dagsetning rétta í ár

Fjallskilasamþykkt fyrir Árnessýslu austan vatna hefur verið í endurskoðun undanfarin misseri og hefur nú verið samþykk og auglýst í B-deild stjórnartíðinda. Eitt af því sem breytist í samþykktinni er það hvenær réttað er á umræddu svæði. Réttir eru því fyr en þær hafa áður verið. Skaftholtsréttir verða að þessu sinni föstudaginn 9. september og Reykjaréttir laugardaginn 10. september. 

3. Sveitarstjórnarfundur

3. Sveitarstjórnarfundur

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  3 ágúst, 2022 klukkan 09:00.

Gaukur ágústmánaðar

Út er kominn Gaukur ágústmánaðar. Rafræna eintakið þitt má finna hér 

3. Sveitarstjórnarfundur

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps í Árnesi 3 ágúst, 2022 klukkan 09:00.

Dagskrá

1. Skipulag á skrifstofu

2. Tölvukerfi sveitarfélagsins

3. Endurskoðun samþykkta sveitarfélagsins í Ágúst 2022

4. Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps- endurskoðun

5. Árnes - breyting á deiliskipulagi

Auglýsing um skipulagsmál í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga og skipulagslýsinga eftirfarandi skipulagsáætlana:

Bæjarás veiðihús L233313; Laxárdalur við Stóru-Laxá (svæði AF2); Aðalskipulagsbreyting – 2206010 

Ný staðsetning á hrægámnum í Árnesi

Nú hefur verið fundinn nýr staður til reynslu fyrir hrægáminn í Árnesi. Gámurinn verður fluttur á plan sem er rétt austan við Mön, sjá staðsetningu á meðfylgjandi mynd.

Gámurinn verður fluttur í dag, miðvikudaginn 6. júní

Gaukur kominn út

Gaukur júlímánaðar er kominn út, en framvegis kemur Gaukurinn út um mánaðarmótin og er sendur á pappír á hvert heimili í sveitarfélaginu. Júlí gaukinn má finna hér

Sumarlokun skrifstofunnar

Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð frá og með mánudeginum 4. júlí og opnar aftur mánudaginn 25. júlí kl. 9.00  

Bent er á að ef erindið er brýnt er hægt að hafa samband við Björn Axel, starfsmann áhaldahúss í síma 8934426. Einnig er hægt að hafa samband við oddvita/sveitarstjóra í síma 779 3333.