Búið er að færa hrægáminn úr Brautarholti
Hrægámurinn sem áður stóð við gámasvæðið í Brautarholti hefur nú verið verið færður og stendur nú á Heiðarhúsbala, rétt austan við Brautarholt, sunnan við veginn.
Hrægámurinn sem áður stóð við gámasvæðið í Brautarholti hefur nú verið verið færður og stendur nú á Heiðarhúsbala, rétt austan við Brautarholt, sunnan við veginn.
Gaukurinn kemur út um komandi mánaðarmót - lumir þú á efni í Gaukinn þarf að koma því til okkar fyrir helgina á netfangið skeidgnup@skeidgnup.is
Velferðarþjónusta Árnesþings í Laugarási
óskar eftir starfsmanni við stuðningsþjónustu / félagslega heimaþjónustu.
Um er að ræða allt að 80 % stöðu, viðkomandi þarf að geta byrjað sem fyrst.
Greitt er samkvæmt kjarasamningi Félags opinbera starfsmanna á suðurlandi.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur aðalskipulagsbreytinga eftirfarandi skipulagsáætlana:
Miðhús 1 L166579 og Miðhús 2 L166580; Landbúnaðarsvæði í frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2101012
Sameiginlegu grilli í Félagsheimilinu í Árnesi og brennu á bökkum Kálfár, sem vera átti í kvöld hefur verið frestað vegna veðurs.
Þjóðhátíðardagskrá 17. júní - Brautarholti
Frá kl. 11.30 Pizzavagninn og íssala 9. bekkjar Flúðaskóla verður á staðnum, ærslabelgurinn uppblásinn og pannavöllurinn klár (bolta þarf þó að koma með sjálfur)
Kl. 12.30 Koddaslagur í sundlauginni – allir hvattir til að taka þátt
Þá er kominn út júní Gaukur, með dagskrá sumarhátíðarinnar Upp í sveit sem framundan er dagana 17. - 19. júní. Þar má líka finna göngudagskrá sumarsins, smá um kirkjur, smá um hestamennsku og svo auðvitað eitthvað smá um ruslið eins og venjulega og margt fleira. Vegna hátíðarinnar verður Gauknum dreift á pappírsformi á öll heimili að þessu sinni svo allir geti smellt dagskrá Upp Í Sveit á ísskápinn hjá sér. Gauknum er svo auðvitað dreift um alla heimsbyggðina hér á internetinu og hann má finna hér.
Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps
í Árnesi 1 júní, 2022 klukkan 16:00.
Dagskrá
Mál til umræðu:
Neslaug verður lokuð miðvikudaginn 1. júní og fimmtudaginn 2. júní vegna viðgerða.
Tvær stöður eru lausar í Leikholti næsta haust - frekari upplýsingar má finna hér fyrir neðan