- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Starfsfólk óskast í félagslegri heimaþjónustu hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings
Velferðarþjónusta Árnesþings í Laugarási auglýsir eftir starfskrafti í félagslega heimaþjónustu/stuðningsþjónustu, í afleysingar. Starfshlutfall er eftir samkomulagi. Heimaþjónusta/stuðningsþjónusta fer fram á heimilum einstaklinga og felur í sér venjubundin heimilisverk og ræstingar sem og félagslegan stuðning.
Kröfur v/starfs: Leitað er að starfsmanni sem hefur áhuga á að vinna með einstaklingum, er góður í mannlegum samskiptum, hefur ríka þjónustulund og reynslu af heimilisverkum/ræstingum. Í starfinu er lögð áhersla á gagnkvæma virðingu og stundvísi.
Umsækjandi skal hafa náð 20 ára aldri, hafa góða íslenskukunnáttu, þarf að vera með bílpróf og hafa bíl til umráða og geta byrjað sem fyrst.
Vinnutími: Dagvinna
Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn ásamt ferilskrá á netfangið:
velferd@arnesthing.is