Fréttir

Fjallaböðin í Þjórsárdal verða að veruleika

Í dag var fyrsta skóflustungan tekin að Fjallaböðunum í Þjórsárdal. Það voru þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa Lónsins, Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Magnús Orri Marínarson Schram framkvæmdarstjóri Fjallabaðanna sem tóku saman skóflustunguna.    

Nóvember Gaukur

Nú er kominn nóvember og þá kemur líka nóvember Gaukur - Gluggaðu í hann hér!

Skrifstofan lokuð vegna skóflustungu

Vegna fyrstu skóflustungunnar við Fjallaböðin í Þjórsárdal, verður skrifstofa Skeiða-og Gnúpverjahrepps lokuð eftir hádegi, fimmtudaginn 3. nóvember

Fjallaböðin í Þjórsárdal

Fimmtudaginn 3. nóvember verður tekin fyrsta skóflustungan að Fjallaböðunum í Þjórsárdal sem áætlað er að opni árið 2025. 

Um er að ræða baðstað og hótel þar sem samspil náttúru og hönnunar á sér engan líkan í ægifögru umhverfi Þjórsárdals.  

Einnig verða kynnt áform um frekari uppbyggingu þjónustu á svæðinu sem koma til með að styðja enn frekar við upplifun gesta. Þar má nefna gestastofu, veitingaaðstöðu, fjölbreytta gistimöguleika, sýningarhald og upplýsingamiðstöð. 

9. fundur sveitarstjórnar

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  2. nóvember, 2022 klukkan 09:00.

Dagskrá

1. Skýrsla sveitarstjóra á 9. sveitarstjórnarfundi

Útboð í Gatnagerð í Brautarholti

Skeiða- og Gnúpverjahreppur óskar eftir tilboðum í verkið:   „Vallarbraut 2022“

Verklok eru 15 júlí  2023.

Verkið felur í sér gerð á nýrri götu, Vallarbraut í Brautarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Þjónustuvefur SkeiðGnúp

Nú stendur yfir vinna við nýjan vef sveitarfélagsins. Mjög reglulega hringir hingað á skrifstofuna fólk að spyrja um þjónustu, iðnaðarmenn ofl. í sveitarfélaginu. Við ætlum því að gera smá þjónustuskrá á heimasíðunni. Þeir sem vilja skrá sína vöru eða þjónustu mega gjarnan senda okkur línu með helstu upplýsingum á netfangið hronn@skeidgnup.is 

Vilt þú verða slökkviliðsmaður?

Brunavarnir Árnessýslu leita eftir nýjum liðsmönnum á allar stöðvar í útkallslið - allar helstu upplýsingar hér fyrir neðan

Auglýst eftir rekstraraðila Þjóðveldisbæjar

Auglýst er eftir rekstraraðila/-aðilum til að annast ­rekstur Þjóðveldisbæjarins í Þjórsárdal. Á bænum er lifandi sýning á sumrin, þar sem gestir upplifa forna lífshætti í gegnum líf og leiki.

Hlutverk rekstraraðila er að annast rekstur ­Þjóðveldisbæjarins og tryggja upplifun og þjónustu til ferðamanna. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af rekstri í ferðaþjónustu sem og brennandi áhuga á ­uppbyggingu á menningartengdri ­ferðaþjónustu.

8. sveitarstjórnarfundur

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  19. október, 2022 klukkan 09:00.

Dagskrá

1. Skýrsla sveitarstjóra á 8. sveitarstjórnarfundi