17. júní og sveitahátiðin

Kæru sveitungar,

Menningar- og æskulýðsnefnd er byrjuð að skipuleggja 17. júní og sveitahátíðina 🎉

17. júní verður haldinn á sjálfan þjóðhátíðardaginn og sveitarhátíðin verður dagana 20.–21. júní – takið dagana frá!

Við viljum endilega fá ykkur með í liðið. Ef þú ert með hugmynd, skemmtilegt atriði, námskeið, viðburð eða eitthvað sniðugt sem gæti passað inn í dagskrána, þá viljum við heyra frá þér.

Við erum sérstaklega að leita að þeim sem vilja taka þátt í opnu húsi og sýna nýtt (eða eldra!) hús, hlöðu, fjós, gróðurhús, sólbaðsstofu, bílskúr, sandkastala eða hvað sem er sem þér þykir gaman að sýna 😊

Þú getur haft samband við okkur á Facebook eða í tölvupósti: herczeg.sara@gmail.com

Hlökkum til að heyra frá ykkur!

Kveðja,
Sára"