Fjallaböðin í Þjórsárdal

Fjallaböðin
Fjallaböðin

Fimmtudaginn 3. nóvember verður tekin fyrsta skóflustungan að Fjallaböðunum í Þjórsárdal sem áætlað er að opni árið 2025. 

Um er að ræða baðstað og hótel þar sem samspil náttúru og hönnunar á sér engan líkan í ægifögru umhverfi Þjórsárdals.  

Einnig verða kynnt áform um frekari uppbyggingu þjónustu á svæðinu sem koma til með að styðja enn frekar við upplifun gesta. Þar má nefna gestastofu, veitingaaðstöðu, fjölbreytta gistimöguleika, sýningarhald og upplýsingamiðstöð. 

Það væri okkur mikil ánægja ef þú sæir þér fært að fagna með okkur á þessum tímamótum.   

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa Lónsins, Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Magnús Orri Marínarson Schram framkvæmdarstjóri Fjallabaðanna taka saman fyrstu skóflustunguna. 

Athöfnin fer fram í Reykholti í Þjórsárdal á milli kl. 13.00 og 14.00. Boðið verður uppá léttar veitingar. 

Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri og hafa góðan skóbúnað meðferðis.  

 

Óskað er eftir staðfestingu á mætingu fyrir kl. 12 nk. miðvikudag.

Hægt er að staðfesta mætingu með því að smella hér.