Auglýst eftir rekstraraðila Þjóðveldisbæjar

Kirkjan við Þjóðveldisbæinn
Kirkjan við Þjóðveldisbæinn

Vilt þú byggja upp menningartengda ferðaþjónustu?

Auglýst er eftir rekstraraðila/-aðilum til að annast ­rekstur Þjóðveldisbæjarins í Þjórsárdal. Á bænum er lifandi sýning á sumrin, þar sem gestir upplifa forna lífshætti í gegnum líf og leiki.

Hlutverk rekstraraðila er að annast rekstur ­Þjóðveldisbæjarins og tryggja upplifun og þjónustu til ferðamanna. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af rekstri í ferðaþjónustu sem og brennandi áhuga á ­uppbyggingu á menningartengdri ­ferðaþjónustu.

Áhugasöm eru beðin um að senda inn umsókn og/eða fyrirspurnir á ­info@thjodveldisbaer.is fyrir 6. nóvember nk. Óskað er eftir upplýsingum um bakgrunn umsækjenda sem og hugmyndum um ­rekstur og uppbyggingu á svæðinu.