Fréttabréf mars komið á vefinn

Fréttabréf mars 2016 er komið úr lesið hér.  Framundan er  árshátíð Þjórsarskóla, hjónaball, Í Brautarholti,  umhverfisþing Í Árnesi ,námskeið í Skálholti, fundir og fleira skemmtilegt.

Sorphirðudagatal 2016

Sorphirðudagatalið var eitthvað á reiki  en hér birtist nýjasta útgáfan.

Fréttir og auglýsingar í Fréttabréf Skeiða - og Gnúpverjahrepps

Munið að skila skal efni fyrir 5. mars  n.k. í Fréttabréfið okkar og minni á að páskarnir eru á framundan, og svo vorið.

Ritsjóri. 

Fundarboð 25 fundar sveitarstjórnar 2 mars 2016

Árnesi 28.febrúar. 2016

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 02 mars 2016  kl. 14:00.

Dagskrá:

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu

1.     Reykholtslaug Þjórsárdal. Áform um uppbyggingu. Framhald frá fundi 24.

Til eigenda fasteigna í Skeiða-og Gnúpverjahreppi.

Breyting verður á fyrirkomulagi á innheimtu fasteignagjalda árið 2016 af fasteignum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Ekki verða sendir út greiðsluseðlar, né álagningarseðlar nema þess sé sérstaklega óskað. Álagningarseðla er að finna á www.island.is. undir ,,mínar síður"

Fréttabréf febrúar 2016 komið út

Fréttabréf  febrúar er komið út  lesið hér   Heilmikið um að vera í kringum okkur.  Fundargerð, Ferðamálaþing, Uppsveitadeildin hefst,  Yoga og margt fleira.

Nesey og Landstólpi framúrskarandi fyrirtæki

Creditinfo hefur um árabil veitt  framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu. Þau skilyrði sem fyrirtæki þurfa að uppfylla til að hljóta slíka vegtyllu eru nokkur. Þau þurfa að vera skráð hlutafélög, hafa skilað ársreikningum síðustu þriggja ára og þau þurfa að hafa skilað hagnaði næstliðin þrjú ár. Líkur á vanskilum  þurf að vera hverfandi litlar. Jafnframt þarf eiginfjárhlutfall félaganna að vera 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð. Skilyrði era að eignir séu ekki undir  80 milljónum króna þrjú ár í röð.

Meistarar á skákdegi í Þjórsárskóla

 Skákdagurinn haldinn um land allt 26. janúar. Dagurinn er tileinkaður Friðriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga  í skák. Þjórsárskóli tók þátt í þessum viðburði og haldið var skákmót í skólanum.  Nemendum  var skipt í tvo hópa, eldri og yngri.  Teflt var á 8 borðum í eldri deild og 12 borðum í yngri deild.  Mikil spenna myndaðist þegar að síðustu einvígin voru háð.  Í eldri deild vann Þrándur Ingvarsson, Þrándarholti 4 og í yngri deild vann Magnús Arngrímur Sigurðsson, Skarði. Við óskum meisturnum innilega til hamingju.

Fréttabréf janúar 2016 komið út

Fréttabréf janúar  er komið út.  Lesið hér.  Ýmsar auglýsingar og fréttir að venju t.d auglýsing um umsóknarfrest í Atvinnuppbyggingarsjóð Skeiða- og Gnúpverjahrepps,   um aðalfund Hestamannafélagsins Smára, helgihaldið vetur vor og sumar, reiðnámskeið fyrir börn og unglinga o.fl.  kíkið á það.   Gleðilegt nýár.

Núverandi nafn sveitarfélagsins heldur velli

Kjörfundi um kosningu um nafn á sveitarfélagið sem borið hefur heitið Skeiða- og Gnúpverjahreppur er lokið og liggja úrslit fyrir. Á kjörskrá voru 397. Atkvæði greiddu 209 eða 52,6 % af þeim sem voru á kjörskrá. Atkvæði féllu á þann vega að 111 kusu nafnið Skeiða- og Gnúpverjahreppur það eru 53,11 % greiddra atkvæða. 45 kusu Þjórsárhrepp það gera 21,53 %, 40 kusu Þjórsársveit eða 19,14 %, 8 kusu Þjórsárbyggð. Eystribyggð fékk 2 atkvæði. Þjórsárbakkar og Eystri hreppur fengu sitt atkvæðið hvort. Einn seðill var ógildur. Það er því ljóst að sveitarfélagið Skeiða- og Gnúpverjahreppur mun ekki skipta um nafn að svo stöddu. Sveitarstjóri.