Tæming rotþróa 2016 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Rotþrær í sveitarfélaginu eru tæmdar á þriggja ára fresti og nú er komið að svæði 3. Tæmt verður í ágúst, 2016. Svæði 3, hefst við Ásaskóla, Ása, Stóra-Núp og Minna-Núp og telur alla bæi og sumarbústaði þar fyrir ofan og endar á Sultartangavirkjun.
Næsta ár, 2017, er það svæði 2 sem verður tæmt og það hefst við Þrándarholt/lund/tún og Stöðulfell og endar með Austurhlíð, Steinsholtsbæjum og Skaftholti.