Umhverfisverðlaun 2016
Umhverfisverðlaun Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2016 voru veitt þann 3. ágúst s.l. Formaður Umhverfisnefndar sveitarfélagsins, Anna María Flygenring, afhenti verðlaunin og hafði nefndin veg og vanda af valinu. Nefndarfólki fannst það ekki erfitt að komast að niðurstöðu um að Þrándarholt ætti þessi verðlaun svo sannarlega skilið.