Breyting á reglugerð um frístundastyrk Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Í Þjórsárdal
Í Þjórsárdal

Hinn 4 júní sl. samþykkti sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps uppfærðar reglur um tómstundastyrk í sveitarfélaginu Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Helsta breyting reglnanna felst í að nú geta foreldrar /forráðamenn barna og ungmenna á aldrinum 0-17 ára, sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu, sótt um tómstundastyrk. Tekið er mið af fæðingardegi og fram að átján ára afmælisdegi. Við upphafsár og lokaár styrkveitingar skal styrkur hlutfallaður miðað við afmælisdag.

Tómstundastyrkur er veittur vegna þátttöku barna og ungmenna í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og æskulýðstarfi sem og vegna kaupa á líkamsræktar- og sundkorti sem merkt er einstaklingnum.
Styrkurinn er veittur á ársgrundvelli, ekki er hægt að færa hann á milli ára en styrkupphæð hvers árs gildir fyrir tómstundastarf sem stundað er og greitt það ár. Sjá má reglurnar hér