Sprengingar á framkvæmdasvæði Hvammsvirkjunar

Framtíðarútsýni í austur yfir Þjórsá
Framtíðarútsýni í austur yfir Þjórsá

Vegna jarðvegsvinnu á framkvæmdasvæði Hvammsvirkjunar hefur þurft að sprengja undanfarið. Þær sprengingar munu halda áfram á næstunni, en við reynum að upplýsa um þær eins og kostur er. Sprengingarnar eru misöflugar, en íbúar í nágrenninu ættu ekki að verða mikið varir við þær sem næstar eru á áætlun: Þriðjudaginn 15. júlí má búast við sprengingum á tímabilinu frá kl. 15:30 til 18. Miðvikudaginn 16. júlí verða einnig sprengingar á tímabilinu frá kl. 11 til kl. 13. Upplýsingar um sprengingar verður að finna á https://www.landsvirkjun.is/hvammsvirkjun