Fréttir

Átak gegn kynbundnu ofbeldi

Þann 25. nóvember sl. hófst árlegt alþjóðlegt sextándaga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið hefst þann 25. nóvember sem er alþjóðadagur sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi og lýkur á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna þann 10. desember. í ár er átakið helgað stafrænu ofbeldi sérstaklega.  Af þessu tilefni blaktir við hún hér fyrir utan skrifstofu Skeiða-og Gnúpverjahrepps, appelsínugulur fáni, sem er litur Soroptimistaklúbbs Suðurlands, en klúbburinn og Skeiða- og Gnúpverjahreppur, ásamt mörgum öðrum stofnunum og sveitarfélögum, eru samstarfsaðilar um Sigurhæðir, þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi. 

Rafmagnstruflanir í dag

Rafmagnstruflanir verða í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í dag þriðjudaginn 23.11.2021 frá kl 12:30 til kl 16:00 Tvö stutt straumleysi verða vegna tengivinnu við háspennukerfi. Beðist er velvirðingar á stuttum fyrirvara. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Suðurlandi í síma 528 9890 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Svæðisskipulag suðurhálendis - Opinn kynningarfundur

Opinn kynningarfundur á vinnu við gerð svæðisskipulagi fyrir Suðurhálendið, verður haldinn miðvikudaginn 24. nóvember

71. fundur sveitarstjórnar

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  17 nóvember, 2021 klukkan 14:00.

Dagskrá

1. Fjárhagsáætlun 2022- Álagningarforsendur 2022

Endurnýjun Hörputurna - lokafrestur til að panta

Eins og áður hefur verið auglýst ákvað sveitarstjórn að leyfa "einn umgang enn" af  endurnýjun Hörputurna. Starfsmenn Strá ehf. hafa verið á fleygiferð um sveitina að bora holur og listinn fer að styttast. Ef fólk vill tryggja sér endurnýjun á holu fyrir veturinn biðjum við um að pantanir þar um berist fyrir mánudaginn 8. nóvember nk.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur auglýsir lausar lóðir í Árnesi

Heiðargerði 1: Lóðin er 1792 mað stærð og er skipulögð fyrir raðhús með 3 íbúðum.

Hamragerði 1: Lóðin er rúmlega 1000 m2 að stærð og er skipulögð fyrir parhús.

Hamragerði 3 og 5: Lóðirnar eru rúmlega 1000 mog á þeim má byggja einbýli á einni hæð ásamt bílskúr. 

Skipulagsauglýsing 3. nóvember 2021

Kílhraun land L191805, Áshildarvegur 2-26 - Aðalskipulagsbreyting - Úr frístundabyggð í íbúðabyggð

Sveitarstjórn Skeiða -og Gnúpverjahrepps samþykktir á fundi sínum þann 20. október 2021 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Áshildarvegar 2-26 í landi Kílhrauns, L181705. Í breytingunni felst að frístundasvæði breytist að hluta til í íbúðarsvæði.

Flensusprauta í Laugarási

Bólusetning gegn inflúensunni hefst mánudaginn 25. október á Heilsugæslunni í Laugarási.

Athugið að Sóttvarnarlæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar.

Frá 25. október til 8. nóvember geta því einungis eftirfarandi áhættuhópar pantað tíma í flensusprautu:

69. fundur sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepp

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  20. október, 2021 klukkan 14:00.

Dagskrá

1. Umhverfis- og tæknisvið uppsveita. Breytingar á samþykktum - önnur umræða

Óskað eftir tilnefningum til hvatningaverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS)  óska eftir tilnefningu til samfélags- og hvatningarverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi.

Um er að ræða samfélagslega viðurkenningu sem Samtök sunnlenskra sveitarfélaga mun veita formlega á ársþingi sínu í október 2021. 

Tilnefningar skal senda á netfangið menningarverdlaun@sass.is eigi síðar en mánudaginn 18. október nk.