Skrifstofan lokuð vegna veikinda
Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð í dag, mánudaginn 14. mars vegna veikinda starfsfólks. Reynt verður að svara tölvupóstum eins og hægt er.
Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð í dag, mánudaginn 14. mars vegna veikinda starfsfólks. Reynt verður að svara tölvupóstum eins og hægt er.
Hrunamannahreppur f.h. sex sveitarfélaga í samstarfi um seyruverkefni í Uppsveitum og nágrenni leita að jákvæðum og áhugasömum einstaklingi til starfa í afleysingum fyrir sveitarfélögin sem þjónustufulltrúi seyruverkefnis sveitarfélaganna.
Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga og skipulagslýsinga eftirfarandi skipulagsáætlana:
Miðhús II L166580; Landbúnaðarsvæði í frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2101012
Föstudaginn 8. apríl rennur út frestur til að skila inn framboðslistum til sveitarstjórnarkosninga.
Kjörstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps tekur á móti framboðslistum í fundarherberginu í Árnesi kl. 11.00 - 12.00 þann sama dag.
Kjörstjórn vekur athygli á því að ný kosningalög tóku gildi 1. janúar 2022 og þau má finna hér.
Leikskólinn Leikholt óskar eftir að ráða leikskólakennara í 100% tímabundna stöðu með möguleika á framlengingu. Frekari upplýsingar má sjá hér fyrir neðan.
Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps
í Árnesi 2 mars, 2022 klukkan 14:00.
Dagskrá
Mál til umræðu og kynningar
Haldinn verður íbúafundur í félagsheimilinu Árnesi þriðjudaginn 8. mars kl 20 á vegum Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Á fundinum mun Landsvirkjun kynna starfsemi sína á Þjórsársvæði og áform um Hvammsvirkjun.
Á fundinum verða fulltrúar frá Landsvirkjun og sveitarfélaginu Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Fundarstjóri verður Sigurður Loftsson.
Sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps óskar eftir að koma rekstri fjallaskálanna þriggja á Gnúpverjaafrétt; Tjarnarvers, Bjarnalækjarbotna og Gljúfurleitar, í leigu til næstu 5 ára. Áhugasamir skulu senda umsókn til sveitarstjóra í netfangið sylviakaren@skeidgnup.is fyrir föstudaginn 26. febrúar nk.
Nokkur beitarstykki í eigu sveitarfélagsins eru laus til leigu. Um er að ræða beitarstykki í grennd við Árnes, Flatir og Löngudælaholt. Stykkin eru misstór, frá u.þ.b. 2 - 6 ha. Frekari upplýsingar um stærðir, staðsetningu, ástand og leiguverð má nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur rennur út föstudaginn 4. mars.
Nú verður hætt að boða börn 5-11 ára í Covid bólusetningar. Hægt verður að panta tíma í síma á þinni heilsugæslustöð. Bólusett verður með barnaskammti af bóluefni Pfizer. Hér mega mæta:
Munið að skrá barnið ef um fyrstu bólusetningu er að ræða samkvæmt leiðbeiningum hér að neðan