Fréttir

Rafmagnstruflanir í dag

Rafmagnstruflanir verða í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í dag þriðjudaginn 23.11.2021 frá kl 12:30 til kl 16:00 Tvö stutt straumleysi verða vegna tengivinnu við háspennukerfi. Beðist er velvirðingar á stuttum fyrirvara. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Suðurlandi í síma 528 9890 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Svæðisskipulag suðurhálendis - Opinn kynningarfundur

Opinn kynningarfundur á vinnu við gerð svæðisskipulagi fyrir Suðurhálendið, verður haldinn miðvikudaginn 24. nóvember

71. fundur sveitarstjórnar

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  17 nóvember, 2021 klukkan 14:00.

Dagskrá

1. Fjárhagsáætlun 2022- Álagningarforsendur 2022

Endurnýjun Hörputurna - lokafrestur til að panta

Eins og áður hefur verið auglýst ákvað sveitarstjórn að leyfa "einn umgang enn" af  endurnýjun Hörputurna. Starfsmenn Strá ehf. hafa verið á fleygiferð um sveitina að bora holur og listinn fer að styttast. Ef fólk vill tryggja sér endurnýjun á holu fyrir veturinn biðjum við um að pantanir þar um berist fyrir mánudaginn 8. nóvember nk.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur auglýsir lausar lóðir í Árnesi

Heiðargerði 1: Lóðin er 1792 mað stærð og er skipulögð fyrir raðhús með 3 íbúðum.

Hamragerði 1: Lóðin er rúmlega 1000 m2 að stærð og er skipulögð fyrir parhús.

Hamragerði 3 og 5: Lóðirnar eru rúmlega 1000 mog á þeim má byggja einbýli á einni hæð ásamt bílskúr. 

Skipulagsauglýsing 3. nóvember 2021

Kílhraun land L191805, Áshildarvegur 2-26 - Aðalskipulagsbreyting - Úr frístundabyggð í íbúðabyggð

Sveitarstjórn Skeiða -og Gnúpverjahrepps samþykktir á fundi sínum þann 20. október 2021 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Áshildarvegar 2-26 í landi Kílhrauns, L181705. Í breytingunni felst að frístundasvæði breytist að hluta til í íbúðarsvæði.

Flensusprauta í Laugarási

Bólusetning gegn inflúensunni hefst mánudaginn 25. október á Heilsugæslunni í Laugarási.

Athugið að Sóttvarnarlæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar.

Frá 25. október til 8. nóvember geta því einungis eftirfarandi áhættuhópar pantað tíma í flensusprautu:

69. fundur sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepp

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  20. október, 2021 klukkan 14:00.

Dagskrá

1. Umhverfis- og tæknisvið uppsveita. Breytingar á samþykktum - önnur umræða

Óskað eftir tilnefningum til hvatningaverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS)  óska eftir tilnefningu til samfélags- og hvatningarverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi.

Um er að ræða samfélagslega viðurkenningu sem Samtök sunnlenskra sveitarfélaga mun veita formlega á ársþingi sínu í október 2021. 

Tilnefningar skal senda á netfangið menningarverdlaun@sass.is eigi síðar en mánudaginn 18. október nk.

Aðstoðarmatráð vantar í mötuneyti Flúðaskóla

Um er að ræða 70% starfshlutfall. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Laun samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og Bárunnar. Umsóknarfrestur er til og með 12. október.

Upplýsingar veitir Jóhanna Lilja Arnardóttir skólastjóri, johannalilja@fludaskoli.is.