Fréttir

Rafrænt fréttabréf - fyrsta tilraun

Þá er komin fyrsta tilraun til rafrænnar útgáfu einskonar fréttabréfs Skeiða og Gnúpverjahrepps. Að svo stöddu stendur ekki til að gefa blaðið út á pappír nema bara fyrir 70 ára og eldri og fá þeir blaðið sent heim. Þrátt fyrir mikil heilabrot á skrifstofunni náðum við ekki niðurstöðu um hvað bleðillinn/blaðið ætti að heita og leitum við því til íbúa sveitarfélagsins eftir hugmyndum að nafni! Hugmyndir má gjarnan senda á netfangið hronn@skeidgnup.is

Hvað er samfélag?

Ég get allt eins spurt hvað er sveitarfélag eða hvað er mannfélag. Í hvernig samfélagi viljum við búa? Nútíminn gerir kröfur um góða þjónustu. Ekkert samfélag verður rekið án þess að börnin geti sótt leikskóla eða grunnskóla. Sorpið þarf að hirða og velferðarmálum þarf að sinna þar með er talin þjónusta við fatlaða og aldraða. Stjórnsýslulegar ákvarðanir þarf óhjákvæmilega að taka. Það þarf að hafa fólk í vinnu til að uppfylla þær samfélagslegu skyldur sem lagðar eru á sveitarfélög. Þetta kostar allt útgjöld. Samspil milli tekna og útgjalda verður alltaf línudans. Þeim tekjum sem koma í kassa sveitarfélagsins hefur verið útdeilt jafnharðan til rekstrar innviða. Ekki hefur verið safnað í sjóði.

Fasteignagjöld í Skeiða og Gnúpverjahrepp

Upphafsálagningu fasteignagjalda í Skeiða-og Gnúpverjahrepp er nú lokið fyrir árið 2021. Álagningaseðlar eru ekki sendir út en hægt er að nálgast þá á heimasíðunni www.island.is en þar eru þeir aðgengilegir á „Mínar síður“ undir kassa merktur Pósthólf. Innskráning er með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Greiðsluseðlar eru ekki sendir út nema þess sé sérstaklega óskað en kröfur vegna fasteignagjalda koma inn í heimabanka viðkomandi gjaldanda og birtast þar. Nánari upplýsingar um álagningareglur Skeiða- og Gnúpverjahrepps má finna á álagningarseðlinum og á heimasíðu sveitarfélagsins (hér)

Fundarboð 56. sveitarstjórnarfundar 17. febrúar kl. 16 í Árnesi

Dagskrá

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu:

1. Ósk um framlengingu leigu Fossár

2. Minnisblað Verkís um endurbætur Skeiðalaugar

3. Hugmyndir um hagræðingu í rekstri

4. Hólaskógur samningur við Rauðakamb

5. Erindi frá Nýjatúni/Hrafnshóli

6. Starfslýsing verkefnastjóri Heilsueflandi samfélags

7. Umsókn um lóð Vallarbraut 11

Rafræn kynning á æskulýðsstarfi Hmf. Loga og Smára

Gleðilegt nýtt hestaár!

Venjulega hefðum við haldið kynningarfund í janúar en að þessu sinni látum við duga þessi lauslega kynning á því sem við ætlum að gera saman. Það er vegna þess að við komum hver úr sinni áttinni og þótti okkur ekki við hæfi að hittast mjög mörg saman eins og staðan er á faraldrinum.

Klippikortin tilbúin

Klippikortin fyrir rusl á ruslasvæðið eru tilbúin til afgreiðslu. Að þessu sinni prufum við nýtt fyrirkomulag og verða kort íbúa á svæðinu afgreidd á ruslasvæðinu þegar fólk kemur með sorp þangað. Starfsmenn þar eru með lista yfir hverjir eiga rétt á korti og er fólk beðið að kvitta fyrir móttöku kortsins. Klippikortunum er útdeilt eftir eigendum fasteigna, svo ef einhverstaðar eru leigjendur sem eiga að fá klippikort má gjarnan koma þeim upplýsingum til okkar hér á skrifstofunni eða til starfsmanna á ruslasvæðinu til að liðka fyrir afgreiðslu kortanna.

Fundarboð 55. fundar sveitarstjórnar 3. febrúar 2021

Dagskrá

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu:

1. Viðhorf íbúa Minni- Mástungu við Hrútmúlavirkjun

2. Samantekt vinnu við sorpútboð

3. Aðgerðaráætlun Sorpstöðvar Suðurlands - drög

4. Tillögur að leikskólagjöldum

Skipulagsauglýsingar 27. janúar 2021

Umhverfis -og tæknisvið uppsveita birti þann 27. janúar sl. tvær auglýsingar um skipulagsmál. Annarsvegar er það hefðbundin skipulagsauglýsing með skipulagsmálum í Ásahreppi, Bláskógarbyggð, Flóahreppi, Grímsnes-og Grafningshreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þá auglýsingu má finna hér.

Heimasíða Seyruverkefnisins

Sveitarfélögin Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og  Gnúpverjahreppur standa að seyruverkefninu. Verkefnið er samstarfsverkefni sveitarfélaganna, Landgræðslunnar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og reka sveitarfélögin móttökustöð fyrir seyru á Flúðum og annast hreinsun rotþróa í sveitarfélögunum.

Verkefnið felst í því að sveitarfélögin sjá um að hreinsun rotþróa, hverja rotþró þarf að hreinsa á þriggja ára fresti. Seyrunni er safnað af seyrubíl sem síðan sturtar henni í kalkara þar sem henni er blandað saman við kalk og stundum einnig grasfræ. Þegar seyran hefur verið kölkuð er henni dreift á sérstakt dreifingarsvæði þar sem hún er notuð í uppgræðslu.

Vinna við nýja göngu- og reiðbrú yfir Þjórsá miðar vel

Það er unnið að því að byggja veglega reið- og göngubrú yfir Þjórsá. Staðsetning er skammt frá Þjófafossi við Búrfellsskóg. Lokið hefur verið við uppsteypu brúarstólpanna.

Landsvirkjun kostar framkvæmdina sem móitvægisaðgerð. Verkefnið er unnið í góðu samstarfi við sveitarfélögin Skeiða- og Gnúpverjahrepp og Rangárþing ytra. Lögð er áhersla á að brúin og aðkoma að henni falli snyrtilega inn í landslagið. Allt bendir til að brúin verði tilbúin til notkunar í júní næstkomandi.