Bústinn Gaukur
Þá er kominn út Gaukur, bústinn af fréttum, fróðleik, pistlum og auglýsingum. Blaðið má sækja hér
Þá er kominn út Gaukur, bústinn af fréttum, fróðleik, pistlum og auglýsingum. Blaðið má sækja hér
Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð í dag, mánudaginn 14. mars vegna veikinda starfsfólks. Reynt verður að svara tölvupóstum eins og hægt er.
Hrunamannahreppur f.h. sex sveitarfélaga í samstarfi um seyruverkefni í Uppsveitum og nágrenni leita að jákvæðum og áhugasömum einstaklingi til starfa í afleysingum fyrir sveitarfélögin sem þjónustufulltrúi seyruverkefnis sveitarfélaganna.
Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga og skipulagslýsinga eftirfarandi skipulagsáætlana:
Miðhús II L166580; Landbúnaðarsvæði í frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2101012
Föstudaginn 8. apríl rennur út frestur til að skila inn framboðslistum til sveitarstjórnarkosninga.
Kjörstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps tekur á móti framboðslistum í fundarherberginu í Árnesi kl. 11.00 - 12.00 þann sama dag.
Kjörstjórn vekur athygli á því að ný kosningalög tóku gildi 1. janúar 2022 og þau má finna hér.
Leikskólinn Leikholt óskar eftir að ráða leikskólakennara í 100% tímabundna stöðu með möguleika á framlengingu. Frekari upplýsingar má sjá hér fyrir neðan.
Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps
í Árnesi 2 mars, 2022 klukkan 14:00.
Dagskrá
Mál til umræðu og kynningar
Haldinn verður íbúafundur í félagsheimilinu Árnesi þriðjudaginn 8. mars kl 20 á vegum Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Á fundinum mun Landsvirkjun kynna starfsemi sína á Þjórsársvæði og áform um Hvammsvirkjun.
Á fundinum verða fulltrúar frá Landsvirkjun og sveitarfélaginu Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Fundarstjóri verður Sigurður Loftsson.
Sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps óskar eftir að koma rekstri fjallaskálanna þriggja á Gnúpverjaafrétt; Tjarnarvers, Bjarnalækjarbotna og Gljúfurleitar, í leigu til næstu 5 ára. Áhugasamir skulu senda umsókn til sveitarstjóra í netfangið sylviakaren@skeidgnup.is fyrir föstudaginn 26. febrúar nk.
Nokkur beitarstykki í eigu sveitarfélagsins eru laus til leigu. Um er að ræða beitarstykki í grennd við Árnes, Flatir og Löngudælaholt. Stykkin eru misstór, frá u.þ.b. 2 - 6 ha. Frekari upplýsingar um stærðir, staðsetningu, ástand og leiguverð má nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur rennur út föstudaginn 4. mars.