Fréttir

Aðstoðarmatráð vantar í mötuneyti Flúðaskóla

Um er að ræða 70% starfshlutfall. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Laun samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og Bárunnar. Umsóknarfrestur er til og með 12. október.

Upplýsingar veitir Jóhanna Lilja Arnardóttir skólastjóri, johannalilja@fludaskoli.is.

Kjörsókn í Skeiða- og Gnúpverjahrepp

Kjörfundi í  alþingiskosningum 25. september í Skeiða- og Gnúpverjahrepp lauk kl. 22.00.
Kjörsókn var 70 % á kjörstað og 14% kusu utan kjörfundar. Samtals kjörsókn er því 84,2%
 
412 voru á kjörskrá.
 

Kvenfélag Skeiðahrepps gaf Leikholti veglega gjöf

Kvenfélag Skeiðahrepps færði leikskólanum Leikholti eldstæði og fullt af fylgihlutum að gjöf þann 8. september sl.

Nú verður leikur einn hjá þeim að njóta enn frekar útiveru og skemmtilegra stunda þar sem hægt er að kveikja eld og baka lummur, poppa, hita kakó eða elda hádegismatinn úti. Meðfylgjandi eru myndir af krökkunum í Leikholti að prufa eldhúsið.

Nýr Gaukur - fullur af fréttum

Þá er kominn Gaukur septembermánaðar - hann má finna hér

Starfsfólk óskast í Félagsmiðstöðina Zero

Félagsmiðstöðin Zero óskar eftir starfsfólki til að starfa með forstöðumanni á fimmtudagskvöldum þegar að félagsmiðstöðin er opin.       

Umsækjandi verður að vera orðin 18 ára og sýna jákvæðni, sveigjanleika og lipurð í samskiptum. Virk þátttaka ungmenna í félagsstarfi er til þess   fallin að auka félagslega hæfni, þroska og jákvæða sjálfsmynd þeirra. Því er mikilvægt að starfsfólk geti skapað andrúmsloft þar sem allir séu boðnir velkomnir í félagsmiðstöðvastarfið á eigin forsendum.

Opinn kynningarfundur um landslagsverndarsvæði í Þjórsárdal

Umhverfisstofnun boðar til opins kynningarfundar um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir landslagsverndarsvæði í Þjórsárdal. Fundurinn fer fram mánudaginn 13. september frá kl. 16:00 - 18:00 í félagsheimilinu Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahrepp.

67. fundur sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps í Árnesi  15. september 2021 klukkan 14:00.

Dagskrá

Mál til umræðu:

Tilkynning frá Afréttarmálafélagi Flóa og Skeiða varðandi Reykjaréttir

Kæru íbúar

Í ár líkt og í fyrra verða réttir með óhefðbundnu sniði vegna COVID-19. Í fjárrétttum í ár gildir 300 manna fjöldatakmarkanir og á það við um fullorðna og börn fædd 2015 og fyrr. Börn fædd 2016 og síðar eru undanskilin fjöldatakmörkunum.

Tilkynning frá Afréttarmálanefnd Gnúpverja varðandi Skaftholtsréttir

Kæru íbúar

Í ár líkt og í fyrra verða réttir með óhefðbundnu sniði vegna COVID-19. Í fjárrétttum í ár gildir 300 manna fjöldatakmarkanir og á það við um fullorðna og börn fædd 2015 og fyrr. Börn fædd 2016 og síðar eru undanskilin fjöldatakmörkunum.

Lokanir á starfsstöðvum og vegum vegna rétta

Búast má við umferðartöfum v. fjárrekstrar á Þjórsárdalsvegi frá hádegi og fram eftir degi fimmtudaginn 9. september, allt frá Búrfelli og niður í Fossnes.

Þjórsárdalsvegur verður lokaður á milli Bólstaðar og Sandlækjarholts frá kl. 16 - 18 föstudaginn 10. september vegna fjárrekstrar og búast má við umferðartöfum fyrir ofan og      neðan þetta svæði þann dag.