Göngun í skólann! 2. september - 7. október 2020

Þjórsárskóli
Þjórsárskóli

Nú styttist í að verkefnið Göngum í skólann (www.iwalktoschool.org) hefjist en það verður sett í
fjórtánda sinn 2. september næstkomandi og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann
deginum miðvikudaginn 7. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér

virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
Á hverju ári taka milljónir barna í yfir 40 löndum víðs vegar um heiminn þátt í Göngum í skólann
með einum eða öðrum hætti. Hér á landi hefur þátttakan vaxið jafnt og þétt og fyrsta árið voru
þátttökuskólarnir 26 en alls 74 skólar skráðu sig til leiks árið 2019.
Óskum við nú eftir liðsinni ykkar til að hvetja alla skóla á ykkar svæði til þátttöku og auðvelda
foreldrum og börnum að velja virkan ferðamáta. Það getið þið m.a. gert með því að nýta
heimasíðu og Facebooksíðu sveitarfélagsins til að segja frá verkefninu og hvetja skólastjórnendur
til að taka þátt. Einnig með því að tryggja að göngu- og hjólreiðastígar séu öruggir og greiðir með
því að huga að hreinsun, viðhaldi og lýsingu. Jafnframt er nauðsynlegt að stuðla að því að
nærumhverfi skólanna sé öruggt eftir því sem við á t.d. með því að takmarka bílaumferð við skóla,
huga að merkingum við t.d. gangbrautir, tryggja öryggi vegfarenda við umferðarþungar götur og
hafa gangbrautaverði.
Á heimasíðu
Göngum í skólann www.gongumiskolann.is eru allar nánari upplýsingar um
verkefnið en þar má meðal annars finna skemmtilegar útfærslur nokkurra skóla á Íslandi á
verkefninu auk ýmiss annars efnis frá þátttökuskólunum. Tvær handbækur geta nýst skólum við
útfærslu á verkefninu. Þær eru
Handbók um hreyfingu fyrir grunnskóla (sérstaklega kafli 3) sem
Embætti landlæknis gefur út og
Handbók í umferðarfræðslu sem Samgöngustofa gefur út. Hægt
er að nálgast bækurnar rafrænt á síðunum
www.umferd.is og www.landlaeknir.is. Á þessum
heimasíðum má einnig finna annan fróðleik sem snýr að heilsueflingu og umferðarfræðslu.
Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við Hrönn Guðmundsdóttir, sviðsstjóra
Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ í síma: 514-4000 eða á netfangið hronn@isi.is
Með kveðju,
fyrir hönd
Göngum í skólann verkefnisins

Kær kveðja

Hrönn Guðmundsdóttir

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands / The National Olympic and Sports Association of Iceland

Sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs

(+354) 514 4000 / (+354) 692 9025

www.isi.is