Sveitarstjórnarfundi frestað

51. sveitarstjórnarfundi sem halda átti þann 18. nóvember hefur verið frestað til 25. nóvember kl. 16.00. Engu að síður verður sveitarstjórn með vinnufund þann 18. þar sem farið er í vinnu við fjárhagsáætlun.

Fréttabréf nóvember komið á vefinn

Nóvemberfréttabréf Skeiða- og Gnúpverjahrepps er komið á vefinn, hægt er að lesa það hér ! Uppfullt af fréttum, fróðleik og andlegri næringu!

Skipulags-og Umhverfismatsdagurinn 2020

Skipulags- og umhverfismatsdagurinn 2020 Rými fyrir mannlíf og samtal Vefráðstefna 13.nóvember nk. 

Ljósleiðari í sundur við Þrándarholt

Ljósleiðarinn er í sundur við Þrándarholt svo netsamband frá Vodafone liggur niðri. Viðgerðarmenn eru á leiðinni en reikna má með að netlaust verði eitthvað fram eftir degi en vonandi tekur viðgerð ekki langan tíma. Mælum því með góðum göngutúr á meðan í okkar Heilsueflandi sveitarfélagi.

Viðgerð á kaldavatnslögn Árnesveitu

Athugið! Viðgerð á kaldavatnslögn Árnesveitu stendur yfir. Af þeim sökum er hugsanlegt að vatnslaust verði í stuttan tíma í dag.

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Nýjustu auglýsingu um skipulagsmál Uppsveitanna og Ásahrepps  er að finna hér   nú eru auglýst mál  í Ásahreppi, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshrepp og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. 

Skeiða- og Gnúpverjahreppur óskar eftir að ráða starfsmann í áhaldahús

Skeiða- og Gnúpverjahreppur óskar eftir að ráða starfsmann  í áhaldahús
Verkefni 

Hæfniskröfur

Um 100 % starf er að ræða. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur til 6. nóvember næstkomandi.

50. sveitarstjórnarfundur 04.11.2020 fundurinn verður á Teams

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps 4. nóvember, 2020 klukkan 16:00. Fundurinn verður í Teams fjarfundabúnaði

Dagskrá: Mál til afgreiðslu og umfjöllunar

1. Fjárhagsáætlun 2021-2024 umræða

2. Gjaldskrár Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2021

Stuðningsfulltrúi óskast í 50% stöðu við Flúðaskóla

Flúðaskóli auglýsir eftir stuðningsfulltrúa í 50% stöðu skólaárið 2020 - 2021. Starfið felur í sér að aðstoða nemendur við nám og önnur fjölbreytt verkefni sem falla til í skólastarfi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst og umsækjendur þurfa að hafa hreint sakavottorð. Umsóknir sendist á Kolbrúnu Haraldsdóttur, deildarstjóra stoðþjónustu, kolbrun@fludaskoli.is.

Breyttur opnunartími skrifstofu frá og með 1. nóvember 2020

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ákvað á fundi sínum þann 21. okt. að breyta opnunartíma skrifstofu sveitarfélagsins frá og með 1. nóvember 2020. Meðf. er bókunin: Oddviti lagði fram tillögu að breytingu á opnunartíma skrifstofu sveitarfélagsins. Nýr opnunartími verði frá og með 1. nóvember frá kl 9:00–12:00 árdegis virka daga og frá kl 13:00-14:00 mánudaga til fimmtudaga. - Tillaga samþykkt samhljóða.