Fréttabréf janúar 2016 komið út

Fréttabréf janúar  er komið út.  Lesið hér.  Ýmsar auglýsingar og fréttir að venju t.d auglýsing um umsóknarfrest í Atvinnuppbyggingarsjóð Skeiða- og Gnúpverjahrepps,   um aðalfund Hestamannafélagsins Smára, helgihaldið vetur vor og sumar, reiðnámskeið fyrir börn og unglinga o.fl.  kíkið á það.   Gleðilegt nýár.

Núverandi nafn sveitarfélagsins heldur velli

Kjörfundi um kosningu um nafn á sveitarfélagið sem borið hefur heitið Skeiða- og Gnúpverjahreppur er lokið og liggja úrslit fyrir. Á kjörskrá voru 397. Atkvæði greiddu 209 eða 52,6 % af þeim sem voru á kjörskrá. Atkvæði féllu á þann vega að 111 kusu nafnið Skeiða- og Gnúpverjahreppur það eru 53,11 % greiddra atkvæða. 45 kusu Þjórsárhrepp það gera 21,53 %, 40 kusu Þjórsársveit eða 19,14 %, 8 kusu Þjórsárbyggð. Eystribyggð fékk 2 atkvæði. Þjórsárbakkar og Eystri hreppur fengu sitt atkvæðið hvort. Einn seðill var ógildur. Það er því ljóst að sveitarfélagið Skeiða- og Gnúpverjahreppur mun ekki skipta um nafn að svo stöddu. Sveitarstjóri.

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi   Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu: 

Kjörfundur 9. janúar í Bókahúsinu Brautarholti kl. 10- 18

Kosning um nafn á sveitarfélagið verður þann 9. janúar í Bókahúsinu Brautarholti. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 18:00. Hafið skilríki tiltæk á kjörstað. Hægt er að kjósa utan kjörfundar á opnunartímum skrifstofunnar í Árnesi fyrstu viku ársins þ.e. mánudag - fimmtudags kl. 09 -12 og 13-15 og föstudaginn 8. jans kl. 9- 12. Örnefnanefnd hefur kveðið upp úrskurð um hver þeirra átta nafna sem tillögur bárust um sé heimilt að nota. Einu nafni var hafnað, Vörðubyggð.

Nýárskveðja og opnunartími skrifstofu

Skrifstofa sveitarfélagsins í Árnesi verður lokuð á gamlársdag og  opnað aftur  þann 4. janúar 2016 kl. 09:00 og þá opið með venjubundnum hætti. Ef neyðartilvik koma upp er sími sveitarstjóra 861-7150.  -  Bestu óskir um farsæld á nýju ári og þökk fyrir samskiptin á árinu 2015.

Sveitarstjórn  og starfsfólk Skeiða - og Gnúpverjahrepps.

Akstur Strætó yfir jól og áramót 2015-2016

Brunavarnaáætlun fyrir Árnessýslu undirrituð

Brunavarnaáætlun Brunavarna Árnessýslu var undirrituð föstudaginn 11. desember í sal slökkviliðsins í Björgunarmiðstöðinni. Það voru sveitarstjórar í sýslunni eða fulltrúar þeirra ásamt formanni fagráðs BÁ, forstjóra Mannvirkjastofnunar og settum slökkviliðsstjóra BÁ Selfossi sem munduðu pennann af því tilefni. Áætlunin er búin að vera í vinnslu um allnokkurt skeið. Fyrir undirritun áætlunarinnar var hún tekin fyrir af öllum sveitarstjórnum í Árnessýslu þar sem hún hlaut samhljóða samþykki. Brunavarnaáætlun er grunnur að gæðastjórnun og jafnframt úttekt á starfseminni og reglugerð til notkunar fyrir þá sem ábyrgð bera á brunavarnamálum sveitarfélaganna sem að áætluninni standa. Sveitarstjóri.  Brunavarnaáætlun. Lesa hér

Kosning hafin utan kjörfundar um nafn sveitarfélagsins

Kosning er nú hafin, utan kjörfundar, um nafn á sveitarfélagið, á opnunartíma skrifstofu sveitarfélagsins í Árnesi (mánud.—fimmtud. kl. 09-12 og 13-15 og föstud. kl. 09-12)og stendur hún  frá 15. desember til og með föstud. 8. janúar 2016. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofunni á sama tíma. Kjörfundur verður laugardaginn 9. janúar 2016 kl.10 -18 í Bókasafninu  í Brautarholti. Sömu reglur gilda um þessar kosningar og þegar kosið er til sveitarstjórnar.

Fréttabréf desember 2015 komið út

Fréttabréf desember er komið út  LESA HÉR   Meðal efnis: Pistill frá oddvita og sveitarstjóra, auglýsingar um fjölskylduhátíð Landstólpa, kosningar, skötuveislu, jólaball, hattaball og margt  fleira.  Aðsend grein um virkjanir, Smárafréttir og fleira. Gleðilega hátíð. 

Íbúafundur um samfélagsleg áhrif virkjana í Þjórsá, 12. desember 2015 - skráning

Ekki tókst að halda íbúafund um samfélagsleg áhrif virkjana síðasta laugardag vegna veðurs. Nýr fundartími er kl 11:00-14:00 á laugardaginn næstkomandi, þann 12. desember. Fundurinn verður haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Til fundarins boðar faghópur III, sem meta á samfélagsleg áhrif virkjanakosta í þriðja áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar (sjá www.ramma.is). Íbúum Ásahrepps, Flóahrepps, Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps er boðið til fundarins og stefnt er að því að ræða ýmis samfélagsleg áhrif virkjana.