Að sunnan á N4 - Skemmtileg heimsókn í Leikholt
“Að sunnan” á N4 Margrét Blöndal kom í heimsókn í leikskólann Leikholt í Brautarholti á Bóndadaginn og hitti fólkið þar.
Gleði, vinsemd og virðing ríkti þar eins og alla aðra daga.
“Að sunnan” á N4 Margrét Blöndal kom í heimsókn í leikskólann Leikholt í Brautarholti á Bóndadaginn og hitti fólkið þar.
Gleði, vinsemd og virðing ríkti þar eins og alla aðra daga.
Fyrsti þátturinn “Að sunnan” á N4 fer í loftið miðvikudaginn 21.janúar kl. 18.30
Framundan eru 24 þættir, stútfullir af skemmtilegu og fróðlegu efni af svæðinu og eru Margrét og Sighvatur með ermarnar uppbrettar og tilbúin til að ferðast vítt og breitt um Suðurland í enn frekari efnisleit og tökur .
Aftansöngur var í Stóra-Núpskirkju á gamlársdag 31. desember kl. 16:30. Sr. Óskar H. Óskarsson, sóknarprestur prédikaði, Kirkjukór Stóra-Núpskirkju söng undir stjórn organistans Þorbjargar Jóhannsdóttur. Þetta var síðasta athöfn í kirkjunni þar til á páskadag 5. apríl 2015 þar sem eftir áramótin hefjast viðhaldsframkvæmdir við kirkjuna.
Opið mánudaginn 5. janúar 2015 eins og venjulega frá kl. 09-12 og 13-15 og eftir það alla virka daga opið kl. 09-12 og 13-15 og föstudaga 09-12. Starfsfólk skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps óskar íbúum og öðrum viðskiptavinum og samstarfsfólki farsældar á nýju ári með þökk fyrir árið sem er að líða
Oft kemur upp sú staða að fólk vill skoða gamlar vefsíður. Landsbókasafn Íslands heldur ágætlega utanum gamla vefi á vefsíðunni vefsafn.is, en hér má einmitt fara inn á gamla vef Skeiða og Gnúpverjahrepps. Mikið af efni er á gömlu heimasíðunni sem ekki er inni á nýju síðunni. En bráðlega mun þó allt efni verða sett inn á nýju vefsíðuna.
Tekið verður við umsóknum um styrki úr Sjóðnum góða í Selinu við Engjaveg (við hliðina á íþróttavelli) eftirtalda daga: Þriðjudaginn 2. des. frá kl. 10-14. Miðvikudagur 3. des frá kl. 10-14.Prestar í Árnessýslu, utan Selfoss, taka einnig við umsóknum og koma áfram til Sjóðsins. Umsækjendur þurfa að leggja fram gögn um mánaðarlegar tekjur (vinnulaun, tekjur frá TR, fæðingarorlof, barnabætur, atvinnuleysisbætur) og gjöld (leiga/afborgun af húsnæði, rafmagn og hiti, sími og net, útgjöld v. barna, bíll, tryggingar...). Úthlutað verður úr sjóðnum 18 og 19 desember. Sjóðurinn góði.
Þjórsárskóli fékk í dag 25. nóvember Grænfánann afhentan í sjötta sinn. Það er viðurkenning sem Landvernd veitir fyrir góða frammistöðu í umhverfisvernd. Samhliða því var undirritaður samningur milli skólans og Skógræktar ríksins um samstarf til næstu þriggja ára. Af þessu tilefni héldu nemendur og starfsfólk skólans hátíð. Skólar á grænni grein eða Grænfánaverkefnið er alþjóðlegt verkefni sem hefur þann tilgang að auka umhverfismennt nemenda og styrkja umhverfisstefnu í skólum landsins. Verkefninu er stýrt hér á landi af Landvernd. Þegar skólar hafa uppfyllt viss skilyrði er þeim heimilt að flagga Grænfánanum í tvö ár eftir það. Ef skólar viðhalda góðu starfi á sviði umhverfismála áfram fá þeir endurnýjað leyfi til að flagga fánanum. Víða í Evrópu er Grænfáninn virtur sem tákn um umhverfisstefnu og árangursríka fræðslu á því sviði.
Að undanförnu hafa staðið yfir framkvæmdir við byggingu veglegra gangstíga og útsýnispalla við Hjálparfoss í Þjórsárdal. Því verki er nú lokið og er umhverfið við fossinn nú mun betur undir gestagang búið en áður. Það er mál manna að vel hafi til tekist. Það er byggingafyrirtækið Þrándarholt sf sem hefur annast framkvæmdirnar undir stjórn Arnórs Hans Þrándarsonar húsasmiðs. Hönnuðir stíganna voru arkitektarnir Eyrún Þórðardóttir, María Gunnarsdóttir og Gísli Gíslason.
Nú er Fréttabréfið fyrir nóvember komið hingað á vefinn og heilmikið að lesa hér. Fréttabréfið kom út Fréttabréf nóvember 2014. Þar má að vanda finna margs konar efni, upplýsingar og auglýsingar sem tengjastg sveitarfélaginu og okkar nánasta umhverfi.
Ljóst þykir að íslenskur iðnviðarskógur með alaskaösp geti endurnýjast sjálfkrafa eftir rjóðurfellingu þannig að óþarft sé að gróðursetja aftur í skóginn. Ef öspin reynist vera slík „eilífðarvél“ í ræktun hérlendis eykur það til muna hagkvæmni asparskógræktar til framleiðslu viðarkurls. Mikil spurn er eftir viðarkurli hjá kísilmálmiðnaðinum og útlit fyrir að hún aukist mjög á næstu árum. Nú er verið að rjóðurfella hartnær aldarfjórðungs gamla ösp í Sandlækjarmýri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi til að rannsaka hvernig hún endurnýjast upp af rót. Ræktun asparskógarins í Sandlækjarmýri hófst í byrjun tíunda áratugarins en þá höfðu Íslendingar litla reynslu af skógrækt með þessari tegund utan garða og trjálunda. Margir af eldri kynslóð skógræktarmanna voru afar svartsýnir og töldu að ösp gæti aðeins tórt með mikill umhyggju og stöðugri áburðargjöf. Engu að síður var ráðist í að gera áætlanir um trjávöxt á þessum stað fyrir iðnviðarverkefni. Allt virðist benda til þess að þessar áætlanir hafi fyllilega staðist tímans tönn og jafnvel gott betur. Skógurinn er líka mjög gróskumikill eins og vegfarendur geta séð sem aka Skeiðaveg í átt að Flúðum skömmu áður en kemur að brúnni yfir Stóru-Laxá eða Þjórsárdalsveg til austurs af Skeiðavegi.