Útleiga á fjallaskálanum í Hólaskógi
Skeiða – og Gnúpverjahreppur óskar eftir aðilum til að reka fjallaskálann í Hólaskógi á Gnúpverjaafrétti árið 2018 möguleiki er á framlengingu. Um er að ræða tveggja hæða hús í góðu ástandi, byggt úr timbri árið 1998. Gistirými er fyrir allt að 60 manns. Flatarmál hússins er samtals 268,6 fermetrar eða 856 rúmmetrar. Það stendur á 2.500 fermetra lóð.