Hreinsun rotþróa í sveitarfélaginu 2017- 2019

Fallegir haustlitir við Stöng í Þjórsárdal
Fallegir haustlitir við Stöng í Þjórsárdal

Þau mistök urðu við útgáfu bæklings sem Tæknisvið Uppsveita gaf út að þar er tilgreint að tæma ætti allar rotþrær í Skeiða-og Gnúpverjahreppi  árið 2017.  Það er því miður ekki rétt og hér er skipulag þessara mála til tveggja ára. En rotþrær eru tæmdar á þriggja ára fresti og beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Árið 2017 verða rotþrær hreinsaðar frá Skarðsbæjum og endað á Austurhlíð, Steinsholtsbæjum og Skaftholti.-  Árið 2018 eru það allar þrær á Skeiðum, Sandlækjarbæjum og endað á Gunnbjarnarholti. Árið 2019 hefst hreinsun við Ásaskóla, Ása, Stóra-Núp og Minna– Núp og endar á Sultartangavirkjun og svo árið 2020  hefst aftur hreinsun á þeim bæjum sem hreinsaðir eru þetta ár ( 2017) o.sfrv.