Samstarf – stofnframlög til byggingar á íbúðarhúsnæði
Skeiða- og Gnúpverjahreppur leitar eftir samstarfsaðilum um byggingu íbúða með hagkvæmum hætti í byggðakjörnum sveitarfélagsins. Horft er til þess að sveitarfélagið komi að verkefnum sem þessum með 12 % stofnframlagi. Auk þess verður lagt upp með að stofnframlög á grunvelli laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir komi til verkefnanna frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.