Fréttir

Tafir á umferð á þjóðvegum nr. 30 og 32 - 10. 11. og 12. september

Tafir verða á umferð á þjóðvegi  nr. 32, Þjórsárdalsvegi, vegna fjárrekstra fimmtudaginn 10. september, frá Búrfellsvirkjun og að Fossnesi. Frá kl. 11:00 – 21 :00 en hjáleiðir þó færar að hluta. Föstudaginn 11. september  eru einnig tafir á þjóðvegi nr. 32  frá Fossnesi að Skaftholtsréttum kl. 08:00 – 13:00 en hjáleiðir eru þó færar að hluta.

Skaftholtsréttir 2020 - Nýjar upplýsingar vegna COVID-19

Hámarksfjöldi í réttum verður 200 manns, einstaklingar fæddir 2005 og yngri eru undanskilin þeim fjölda en þurfa að vera í fylgd með forráðamönnum. Nöfn þeirra sem mæta í réttir fyrir hvern bæ, bæði fullorðna og börn, þarf að senda á arnorhans @gmail.com fyrir miðvikudaginn 9.september. 

Aðeins þeir sem eru á listanum fá að koma inn á réttarsvæðið. Skilgreint réttarsvæði er innan girðingar sem er í kringum réttirnar sjálfar sem og safngerði Gnúpverja.

Frá Afréttarmálafélagi Flóa- og Skeiða

Vegna óvenjulegs ástands sem nú ríkir á heimsvísu hefur stjórn Afréttarmálafélags Flóa og Skeiða  samþykkt eftirfarandi reglur og tilmæli.

Nýjar áherslur og undanþágur við fjallferðir og nánd í réttum og göngum

Nýjar uppfærslum um göngur og réttir 2020. Helstu uppfærslur eru að Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt almenna undanþágu vegna nándar í fjallakomum með skilyrðum. Einnig hefur ráðuneytið veitt almenna undanþágu fyrir fjöldatakmörkunum við réttarstörf. Um slíka undanþágu þarf að sækja til Landssamtaka sauðfjárbænda á netfangið unnsteinn@bondi.is

Fundargerð 46. sveitarstjórnarfundar

46. sveitarstjórnarfundur Skeiða- og Gnúpverjahrepps var haldinn  í dag 02. september kl. 16:00.  Á honum voru tekin til afgreiðslu og kynningar 23 mál. Fundargerðin er hér meðfylgjandi LESA HÉR

Boðað er til 46. sveitarstjórnarfundar í Árnesi 2. sept. kl. 16:00

Boðað er til 46. fundar í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps
í Árnesi 2. september, 2020 klukkan 16:00.

Dagskrá:
1. Rekstraruppgjör, janúar - júní 2020
2. Frestun fasteignagjalda
3. Beiðni sveitarstj. ráðherra vegna fasteignask.álagningar 2021
4. Stöng í Þjórsárdal - Deiliskipulag
5. Stöng - Umsókn um framkvæmdaleyfi
6. 200. fundur skipulagsnefndar
7. Afgreiðslur byggingafulltrúa 20-125
8. Altus lögmenn - v br á dsk í Áshildarmýri
9. Trúnaðarmál
10. Brunavarnir í hjólhýsabyggð ( Þjórsárdalur)
11. Bréf Umboðsmanns barna um ungmennaráð
12. 14. fundur stjórnar Bergrisans 03.03.2020
13. 15. fundur stjórnar Bergrisans 01.04.2020
14. 16. fundur stjórnar Bergrisans
15. 19. fundur stjórnar Bergrisans
16. Heilbrigðisnefnd 206. fundur 18.8.2020
17. Fundargerðir stjórnar UTU nr. 78-79
18. 12. fundargerð Afréttarmálanefdar undirrituð 13.08.2020
19. Afréttamálanefnd - fjallferð og réttir
20. Samstarfsyfirlýsing Landlæknis og SKOGN. Heilsueflandi samfélag
21. Seyrumál

 

Rafmagnsbilun er í gangi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Rafmagnsbilun er í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.  Rafmagnslaust verður frá Ásaskóla að Laxárdal og Hlíð frá kl 14:30 til kl 15:00 á meðan viðgerð stendur. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Suðurlandi í síma 528 9890 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Starfskraf vantar í 65% starf í Þjórsárskóla í eins árs afleysingu

Starfskraft  vantar í Þjórsárskóla í 65 % hlutastarf í afleysingu til eins árs. Starfið felst í stuðningsaðild við barn annars vegar  og við gæslu, hins vegar. Umsóknarfrestur er til 7. september og viðkomandi þarf að geta hafið störf 27. september n.k.

Upplýsingar gefur skólastjóri, Bolette, í síma 486-6051  eða með netfangi  bolette @thjorsarskoli.is

Frá Afréttarmálafélagi Gnúpv. Fjallferð 2020

Sandleit

Guðmundur Árnason Fjallkóngur, Þjórsárholt

Ari Björn Thorarensen Eystra Geldingarholt

Ingvar Þrándarson, Þrándarholt

Jóhanna Höeg Sigurðardóttir Hæll 1

Ágúst Guðmundsson Trúss

Norðurleit

Sigurður Loftsson Steinsholt

Hrafnhildur Jóhanna Björg Sigurðardóttir Háholt

Jón Bragi Bergmann Háholt

Afgreiðslutími á skrifstofu embættisins að Dalbraut 12 á Laugarvatni er frá kl. 9.00 til 12.00 alla virka daga.

Síma- og viðtalstímar skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúa og aðstoðarmanna þeirra er milli klukkan 9.00 og 12.00 á mánudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum. Mælst er til þess að fundir séu bókaðir fyrirfram með því að hringja á símatíma í síma 480-5550.

Miðvikudagar verða líkt og áður fráteknir fyrir fundi skipulagsnefndar og afgreiðslufundi byggingarfulltrúa og viðtals- og símatími því ekki á þessum dögum.