Glæsilegt gjöf barst Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Bragi Svavarsson afhendir hér Sylvíu Karen Heimisdóttir ljósmyndina
Bragi Svavarsson afhendir hér Sylvíu Karen Heimisdóttir ljósmyndina

Þriðjudaginn 21. október komu þau Bragi Svavarsson og kona hans Áslaug Þórðardóttir, sem búsett eru í Grímsnes- og Grafninshreppi, í heimsókn á skrifstofu sveitarfélagsins.
Erindi þeirra var að færa sveitarfélaginu að gjöf ljósmynd sem tekin var í gamla Gnúpverjahreppi.

Myndin er hin glæsilegasta og sýnir myndarlegt fjársafn sem rekið er niður bakka Þjórsár fyrir neðan Bringu.

Myndina tók faðir Braga, Svavar Jóhannsson um 1956 í Þjórsárdalnum.
Svavar Jóhannsson var mikill áhugamaður um ljósmyndum og kvikmyndatöku og myndaði mikið í uppsveitunum. Starfaði hann alla sína tíð hjá Búnaðarbanka Íslands.

Myndin mun prýða vegg á skrifstofu sveitarfélagsins.
Við erum mjög þakklát fyrir þessa fallegu gjöf og þakkar sveitarfélagið þeim Braga og Áslaugu kærlega fyrir velvild sína.