- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Þriðjudaginn 21. október komu þau Bragi Svavarsson og kona hans Áslaug Þórðardóttir, sem búsett eru í Grímsnes- og Grafninshreppi, í heimsókn á skrifstofu sveitarfélagsins.
Erindi þeirra var að færa sveitarfélaginu að gjöf ljósmynd sem tekin var í gamla Gnúpverjahreppi.
Myndin er hin glæsilegasta og sýnir myndarlegt fjársafn sem rekið er niður bakka Þjórsár fyrir neðan Bringu.
Myndina tók faðir Braga, Svavar Jóhannsson um 1956 í Þjórsárdalnum.
Svavar Jóhannsson var mikill áhugamaður um ljósmyndum og kvikmyndatöku og myndaði mikið í uppsveitunum. Starfaði hann alla sína tíð hjá Búnaðarbanka Íslands.
Myndin mun prýða vegg á skrifstofu sveitarfélagsins.
Við erum mjög þakklát fyrir þessa fallegu gjöf og þakkar sveitarfélagið þeim Braga og Áslaugu kærlega fyrir velvild sína.