- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Íbúafundur verður haldinn í Árnesi fimmtudaginn 9. október kl. 19:30. Á fundinunum verður kynnt nýtt deiliskipulag fyrir Árnes sem hefur verið unnið að síðust tvö ár. Áður hafa verið haldnir þrír íbúafundir um deiliskipulagið og hefur samráðið á fyrri íbúafundum verið leiðarljós í þróuninni á skipulaginu. Hægt er að horfa á samantektar myndband af fyrri íbúafundum hér. Páll Jakob Líndal dr. í umhverfissálfræði hefur leitt þessa vinnu og mun kynna nýtt skipulag og þá hugmyndafræði sem unnið er eftir. Með öflugri þrívíddartækni munum við sýna nýtt skipulag í þrívídd. Í framhaldi af íbúafundinum mun deiliskipulagið fara í lögbundið auglýsingarferli. Hvetjum öll til að mæta.