Allar fréttir

Þriðjudagur, 24. september 2019

Vinna við heitavatnsleiðslu í Brautarholti  hefst núna á eftir og það kallar á að taka verður vatnið af Holtabrautinni og öllum húsum í Brautarholti  frá kl. ca 15:30 -  til ca 17:00.

Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu kunna að verða.

Gjáin í sumarbúningi
Sunnudagur, 22. september 2019

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps í Árnesi  24. september, 2019 klukkan 10:00.
Dagskrá:
Til umfjöllunar:

1. Samningur við Rauðukamba

2. Svæðisskipulag Suðurhálendis

3. Fundargerðir UTU 65-67 ásamt ársreikningi

4. Friðlýsing í Þjórsárdal

Til kynningar

5. Afgreiðslufundir Byggingarfulltrúa 19 -105. fundur

6. Fjármálaráðstefna sveitarfélganna  3.-4.10.2019

7. Fyrispurn um áform um endusk aðalsk.lags og enursk. svæðissk.lag

8. Markaðssstofan hættir útgáfu landshlutabæklings

Tjaldsvæðið í Árnesi
Miðvikudagur, 18. september 2019

Nú er síðasta útkall fyrir borun á nýjum holum fyrir lífrænan úrgang í sveitarfélaginu, fyrir veturinn!  Endilega látið Bjarna í Áhaldahúsinu vita strax ef ykkur vantar þessa þjónustu á  bjarni@skeidgnup.is  - Þeir fara af stað í þetta,  í dag, 18. september 2019.

Turn fyrir lífrænan úrgang
Mánudagur, 16. september 2019

Boðaður er 28. sveitarstjórnarfundur Skeiða- og Gnúpverjahrepps
í Árnesi  18. september, 2019 klukkan 08:30.
Dagskrá:

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar.

Sunnudagur, 15. september 2019

Það er komið út  nytt fréttabréf, september 2019. Þar er gott efni og það er komið á vefinn. Lesa hér

Gefið ykkur stund til að njóta.

Frárennsliskurður Búrfellsvirkjunar 2
Miðvikudagur, 11. september 2019

Gámasvæðin í Árnesi og Brautarholti verða lokuð  laugardaginn 14. september 2019 en fólk getur komið sem eins og venja er með lítilræði í gegnum gönguhliðin.

 

Handverk nemenda í Þjórsárskóla
Mánudagur, 9. september 2019

Tafir verða á umferð á þjóðvegi  nr. 32, Þjórsárdalsvegi, vegna fjárrekstra fimmtudaginn 12. september, frá Búrfellsvirkjun og að Fossnesi. Frá kl. 11:00 – 21 :00 en hjáleiðir þó færar að hluta.
Föstudaginn 13. september  eru einnig tafir á þjóðvegi nr. 32  frá Fossnesi að Skaftholtsréttum kl. 08:00 – 13:00 en hjáleið fær að hluta um veg nr. 325
Seinni part 13. september verður Þjórsárdalsvegur  nr. 32 lokaður frá kl. 16:00 – 18:00  frá Bólstað að Sandlækjarholti, hjáleið aðeins fær um Landsveit!

Flóa og Skeiðafé
Miðvikudagur, 4. september 2019

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, ásamt öðrum landshlutasamtökum og Nýsköpunarmiðstö Íslands standa fyrir ráðstefnu um fjórðu iðnbyltinguna fimmtudaginn 5. september kl. 9 – 13.30. Ráðstefnan ber yfirskriftina Nýjir straumar – tækifæri dreifðra byggða og fjallar um fjórðu iðnbyltinguna. Hún verður haldin samtímis á sex stöðum á landinu, Borgarnesi, Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Reyðarfirði og Selfossi.

Á Selfossi verður ráðstefnan á Hótel Selfossi en ráðstefnugestir geta einnig tekið þátt í gegnum netið. (og misst af hádegisverðinum)

Minnisvarði um Sigurjón Rist vatnamælingamann við Hald við Tungnaá.
Sunnudagur, 1. september 2019

27. fundur Sveitarstjórnar. - Fundarboð
Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps
í Árnesi  4. september, 2019 klukkan 08:30.

Dagskrá

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar

Brautarholt
Þriðjudagur, 27. ágúst 2019

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpuverjahrepps  fundar í fyrstu og þriðju viku mánaðar, á miðvikudadögum, eins og áður en fundirnir byrja kl. 08.30 Fundartímanum hefur verið flýtt um 30 mínútur.

Félagsheimilið Árnes

Pages