Allar fréttir

Sunnudagur, 13. október 2019

30. sveitarstjórnarfundur   - Fundarboð -  Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps
í Árnesi  16. október, 2019 klukkan 08:30.

Dagskrá

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu

Skeiðin Hestfjall í baksýn
Mánudagur, 7. október 2019

Fréttabréf októbermánaðar er komið á vefinn. 

 

Lesið og njótið hér

 

Sveitarstjóri

Þriðjudagur, 24. september 2019

Skrifstofan verður lokuð dagana 3. og 4. október nk. vegna fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í Reykavík sem starfsmenn skrifstofunnar sækja. Áhaldahúsmennirnir verða á sínum stöðum þeir Ari  893-4426 og Bjarni  892-1250.
Einnig verður hægt að senda tölvupóst á kristofer@skeidgnup.is ef erindi eru brýn.

Haust 2019
Þriðjudagur, 24. september 2019

Vinna við heitavatnsleiðslu í Brautarholti  hefst núna á eftir og það kallar á að taka verður vatnið af Holtabrautinni og öllum húsum í Brautarholti  frá kl. ca 15:30 -  til ca 17:00.

Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu kunna að verða.

Gjáin í sumarbúningi
Sunnudagur, 22. september 2019

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps í Árnesi  24. september, 2019 klukkan 10:00.
Dagskrá:
Til umfjöllunar:

1. Samningur við Rauðukamba

2. Svæðisskipulag Suðurhálendis

3. Fundargerðir UTU 65-67 ásamt ársreikningi

4. Friðlýsing í Þjórsárdal

Til kynningar

5. Afgreiðslufundir Byggingarfulltrúa 19 -105. fundur

6. Fjármálaráðstefna sveitarfélganna  3.-4.10.2019

7. Fyrispurn um áform um endusk aðalsk.lags og enursk. svæðissk.lag

8. Markaðssstofan hættir útgáfu landshlutabæklings

Tjaldsvæðið í Árnesi
Miðvikudagur, 18. september 2019

Nú er síðasta útkall fyrir borun á nýjum holum fyrir lífrænan úrgang í sveitarfélaginu, fyrir veturinn!  Endilega látið Bjarna í Áhaldahúsinu vita strax ef ykkur vantar þessa þjónustu á  bjarni@skeidgnup.is  - Þeir fara af stað í þetta,  í dag, 18. september 2019.

Turn fyrir lífrænan úrgang
Mánudagur, 16. september 2019

Boðaður er 28. sveitarstjórnarfundur Skeiða- og Gnúpverjahrepps
í Árnesi  18. september, 2019 klukkan 08:30.
Dagskrá:

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar.

Sunnudagur, 15. september 2019

Það er komið út  nytt fréttabréf, september 2019. Þar er gott efni og það er komið á vefinn. Lesa hér

Gefið ykkur stund til að njóta.

Frárennsliskurður Búrfellsvirkjunar 2
Miðvikudagur, 11. september 2019

Gámasvæðin í Árnesi og Brautarholti verða lokuð  laugardaginn 14. september 2019 en fólk getur komið sem eins og venja er með lítilræði í gegnum gönguhliðin.

 

Handverk nemenda í Þjórsárskóla
Mánudagur, 9. september 2019

Tafir verða á umferð á þjóðvegi  nr. 32, Þjórsárdalsvegi, vegna fjárrekstra fimmtudaginn 12. september, frá Búrfellsvirkjun og að Fossnesi. Frá kl. 11:00 – 21 :00 en hjáleiðir þó færar að hluta.
Föstudaginn 13. september  eru einnig tafir á þjóðvegi nr. 32  frá Fossnesi að Skaftholtsréttum kl. 08:00 – 13:00 en hjáleið fær að hluta um veg nr. 325
Seinni part 13. september verður Þjórsárdalsvegur  nr. 32 lokaður frá kl. 16:00 – 18:00  frá Bólstað að Sandlækjarholti, hjáleið aðeins fær um Landsveit!

Flóa og Skeiðafé

Pages