Allar fréttir

Mánudagur, 6. apríl 2020

Gámasvæði sveitarfélagsins verða opin á neðangreindum tímum í Dymbilviku. Þriðjudag 7. apríl svæðið við Árnes kl 14:00-16:00.  Miðvikudag 8. apríl svæðið við Brautarholt kl. 14:00 – 16:00

Breytt vinnulag við þjónustu á svæðunum verður viðhaft þessa daga. Hleypt verður einum aðila inn í einu.

Þjónustufyrirkomulag gámasvæðanna eftir páska verður ákveðið síðar.

Sveitarstjóri.  

 

Víkingar á Landnámsdegi
Mánudagur, 6. apríl 2020

Reglur um sóttkví gilda líka úti á landi  Að gefni tilefni vill lögreglustjórinn  á Suðurlandi og Almannavarnir á Suðurlandi taka það fram að það gilda sömu reglur um sóttkví úti á landi og í þéttbýli. Fólk þarf að halda sig heima. Sjá hér að neðan. 

Þessi orðsending er áframsend frá Sambandi sveitarfélaga

Staðfesting á sóttkví

Sunnudagur, 5. apríl 2020

Aðgerðum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er lokið og er ekki von á frekara rafmagnsleysi vegna þessa. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Suðurlandi í síma 528 9890 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

 

Þriðjudagur, 31. March 2020

Spurt og svarað um COVID-19  Sérfræðingar frá embætti landlæknis voru að uppfæra spurt og svarað inn á Covid.is -  Við hvetjum ykkur til að skoða þá síðu.

Með bestu kveðju.
Almannavarnir

Búrfell í Þjórsárdal -  þjórsá í forgrunni. Ljósm. khg
Mánudagur, 30. March 2020

Árnesi, 30 mars, 2020 38. Sveitarstjórnarfundur  Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Boðað er til 38. fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps. Fundurinn verður haldinn með Teams fjarfundarbúnaði. 1 apríl, 2020 klukkan 16:00.

Dagskrá:

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar.

Aðstaðan við Stöng  fyrir ferðalanga. Ljósm. khg
Mánudagur, 23. March 2020

Ákveðið hefur verið að loka sundlaugunum  frá og með 23. mars. Gámasvæðin eru lokuð sömuleiðis en hægt er eins og venjulega að fara inn með heimilissorp í minniháttar umbúðum á öllum tímum sólarhringsins. Ef fólk vill fara í stórtiltektir hjá sér er bent á að  hægt er  að fá gám heim á hlað í þrjá daga. - frítt.  Hafið samband við skrifstofuna um það.

Horft til austurs.
Mánudagur, 23. March 2020

Gámasvæðin eru lokuð í ljósi aðstæðna en hægt er að fara með lítilsháttar heimilissorp þangað og viljum við beina þeim tilmælum til fólks að það reyni að fara sem minnst  á gámasvæðin á meðan þessar fáheyrðu aðstæður eru uppi. Einnig benduum við á að ekki er hægt að setja föt í Rauðakross gámana. Meðf eru leiðbeiningar frá Íslenska gámafélaginu um hvernig best sé að haga sér í sambandi við sorp.

 

 

Auglýsing frá Íslenska gámafélaginu
Mánudagur, 23. March 2020

Samkvæmt venju hefði sveitarstjórnarfundur átt að vera haldinn  þann  18. mars. Í ljósi aðstæðna er fundinum frestað til 1. apríl n.k. og erindi fyrir hann þurfa að berast í síðasta lagi þann 27. mars. 

Með bestu kveðju.

Sveitarstjóri.

Félagsheimilið Árnes
Mánudagur, 23. March 2020
  • Allar fjöldasamkomur þar sem fleiri en 20 manns koma saman eru óheimilar meðan takmörkunin er í gildi.  Á það jafnt við hvort sem fólk kemur saman í opinberum rýmum eða einkarýmum.
  • Hvar sem fólk kemur saman og í allri starfsemi skal tryggt að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga.
Blóm á vegg
Mánudagur, 16. March 2020

Almennt gildir að áhersla er lögð á samskipti í gegnum síma. Ekki er hægt að koma í viðtal á skrifstofum meðan þetta ástand varir.

Uppsveitir s. 480-1180

Barnavernd-  Tilkynningum um barnavernd skal beina á netfangið barnavernd@arnesthing.is eða í síma 480-1180. Utan hefðbundins dagvinnutíma er hringt í síma 112 ef tilkynning er þess eðlis að bregðast þurfi við henni tafarlaust.

Heimaþjónusta – síma 480-1180. Netfang sigrun@laugaras.is

Hekla í baksýn

Pages