Allar fréttir

Þriðjudagur, 9. ágúst 2022

Laust er til umsóknar starf ritara hjá Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita bs.

Um framtíðarstarf er að ræða í 100% starfshlutfalli.

 

Starfs- og ábyrgðarsvið:

• Móttaka gagna og skjalaumsjón

• Ráðgjöf og upplýsingagjöf við umsækjendur í síma og tölvupósti

• Samskipti og bréfaskrif við opinberar stofnanir

• Reikningagerð

• Önnur tilfallandi störf í samráði við yfirmann

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

• Menntun sem nýtist í starfi

• Rík þjónustulund

• Lipurð og færni í mannlegum samskiptum

Teikning og skipulag
Þriðjudagur, 9. ágúst 2022

Um er að ræða 70% starfshlutfall, í afleysingu næsta skólaár. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og Bárunnar. Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst. Upplýsingar veitir Jóhanna Lilja Arnardóttir skólastjóri; johannalilja@fludaskoli.is

Flúðaskóli
Þriðjudagur, 9. ágúst 2022

Aðeins hefur borið á því að umsóknir um tómstundastyrk, sem sendar eru af heimasíðu sveitarfélagsins, berist ekki. Umsækjandi ætti að fá staðfestingu senda til sín í tölvupósti eftir að hafa sent inn umsókn. Ef staðfesting berst ekki, eða ef fólki fer að lengja eftir styrknum má gjarnan hafa samband í netfangið hronn@skeidgnup.is -eða hringja á skrifstofun í síma 486 6105.

Útieldhúsið í Leikholti
Mánudagur, 8. ágúst 2022

Af óviðráðanlegum orsökum verður Skeiðalaug lokuð þessa vikuna, bæði mánudag og fimmtudag. Hún opnar aftur mánudaginn 15. ágúst

Skeiðalaug
Þriðjudagur, 2. ágúst 2022

Fjallskilasamþykkt fyrir Árnessýslu austan vatna hefur verið í endurskoðun undanfarin misseri og hefur nú verið samþykk og auglýst í B-deild stjórnartíðinda. Eitt af því sem breytist í samþykktinni er það hvenær réttað er á umræddu svæði. Réttir eru því fyr en þær hafa áður verið. Skaftholtsréttir verða að þessu sinni föstudaginn 9. september og Reykjaréttir laugardaginn 10. september. 

Nýju samþykktina má finna hér

 

Sauðfé að hausti
Sunnudagur, 31. júlí 2022

3. Sveitarstjórnarfundur

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  3 ágúst, 2022 klukkan 09:00.

 

Dagskrá

1. Skipulag á skrifstofu

2. Tölvukerfi sveitarfélagsins

Hafrafell í Öræfum
Föstudagur, 29. júlí 2022

Út er kominn Gaukur ágústmánaðar. Rafræna eintakið þitt má finna hér 

Íslenski fáninn í sólinni
Föstudagur, 29. júlí 2022

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps í Árnesi 3 ágúst, 2022 klukkan 09:00.

 

Dagskrá

1. Skipulag á skrifstofu

Hafrafell í Öræfum
Mánudagur, 25. júlí 2022

Næsti Gaukur verður prentaður út á morgun, svo ef einhver vill koma efni í Gaukinn má koma því til okkar í dag, á netfangið haraldur@skeidgnup.is

Hekla
Laugardagur, 16. júlí 2022

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga og skipulagslýsinga eftirfarandi skipulagsáætlana:

 

Bæjarás veiðihús L233313; Laxárdalur við Stóru-Laxá (svæði AF2); Aðalskipulagsbreyting – 2206010 

Pages