Allar fréttir

Föstudagur, 17. janúar 2020

35. fundur sveitarstjórnar

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  22 janúar, 2020 klukkan 16:00.

 

Dagskrá

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu

1. Jafnlaunavottun - vinnsla. samningur

Fimmtudagur, 16. janúar 2020

Fréttabréf Skeiða- og Gnúpverjahrepps verður gefið út áfram en samt mun útgáfu þess seinka nú í janúar. Sennilega mun það ekki kom út fyrr en seinnipart mánaðar eða um mánaðarmótin næstu. Beðist er velvirðingar á þessari töf.

Vetrarsól í desember 2019
Fimmtudagur, 16. janúar 2020

Þorrablót Gnúpverja verður haldið  24. janúar  n.k. Pantanir og greiðslur þurfa að berast fyrir mánudagskvöldið 20. janúar.                                                                                    
Fólk er beðið um að stilla miðapöntunum í hóf. Afhending miða fer fram í Árnesi þriðjudaginn 21. janúar kl. 18.00 - 20.00

Miðaverð 8.500 kr.

Miðapantanir:
Hróðný 865-9500                                            
Linda 823-6119                                     
Jón Marteinn 848-0324

Þorrablótsauglýsingin 2020
Þriðjudagur, 14. janúar 2020

Aðgerðum í Gnúpverjahrepp er lokið og er ekki von á frekara rafmagnsleysi vegna þessa. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Suðurlandi í síma 528 9890 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

 

Vetrarsól í Skeiða-Gnúpverjahreppi
Föstudagur, 10. janúar 2020

Skeiða- og Gnúpverjahreppur vinnur að innleiðingu rafrænna reikninga fyrir Evrópska Normið (EN)

Hér með tilkynnist að sveitarfélagið tekur þátt í ICELAND INV18. verkefninu. Markmið verkefnisins er  að stuðla að því að byggja upp snið fyrir rafræn reikngagerð og bókhald opinberra aðila hér á landi.

Mánudagur, 6. janúar 2020

Enn eitt árið hefur runnið sitt skeið. Að mínu mati hefur árið þokað okkur áfram á braut framfara hér í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Ég vona að íbúum hafi liðið bærilega og helst betur á árinu sem var að kveðja. Eins og gerist eru persónulegar aðstæður misjafnar, fólk stendur frammi fyrir gleði suma daga og sorg aðra daga.

Þjónustustigið

Laugardagur, 4. janúar 2020

Miðvikudaginn 8. janúar næstkomandi verður haldinn 34. fundur sveitarstjórnar 2018-2022. Fundurinn hefst kl 16:00

Dagskráin er eftirfarandi:

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

1. Umsókn um Nónstein Árnes og Tjaldsvæði

2. Verksamnignur vegna NPA

3. Endurbætur á Ólafsvallakirkjugarði

4. Gamli bærinn á Stóra- Núpi - endurbætur

5. Efri hluti Þjórsár tilraunaveiði

6. Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga

Föstudagur, 20. desember 2019

 Rúlluplastið verður sótt  í Gnúpverjahrepp 3. janúar 2020.  Bíllinn eru í sveitinni núna  - þannig að það  ætti að vera í lagi gera það sem þarf að gera til þess að losna við plastið. 

Hekla í baksýn
Mánudagur, 16. desember 2019

Ný umferðarlög taka gildi nú 1. janúar 2020 Lesa hér   Ýmislegt hefur nú verið sett í lög sem áður var einungis reglugerð fyrir.  

Bifreið í kyrrstöðu
Laugardagur, 14. desember 2019

Skeiða- og Gnúpverjahreppur óskar eftir aðila til að taka að sér útgáfu fréttabréfs fyrir sveitarfélagið.

Fréttabréfið er gefið út einu sinni í mánuði að júlí undanskildum og er því ætlað að miðla upplýsingum til íbúa sveitarfélagsins og annarra um þjónustu, fréttir og helstu viðburði í sveitarfélaginu. Fréttabréfinu er dreift án endurgjalds á öll heimili í sveitarfélaginu. Upplag 300-350 eintök. Áskrft er seld til íbúa utan sveitarfélagsins. Birting er á heimsíðu sveitarfélagsins. 

Pages