804 er nýtt póstnúmer Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Séð yfir túnin að Hæl og allt fram í Rangárþing ytra.
Séð yfir túnin að Hæl og allt fram í Rangárþing ytra.

Eins og kunnugt er hafa flest dreifbýlissveitarfélög í Árnessýslu verið með póstnúmerið 801 Selfoss.
Nú hefur verið gerð breyting í þessum efnum.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur fengið 804 Selfoss,
Flóahreppur fékk póstnúmerið 803 Selfoss, Grímsnes- og Grafningshreppur 805  Selfoss og Bláskógabyggð 806 Selfoss.

Póstnúmerið 801 tilheyrir nú eingöngu í dreifbýli Sveitarfélagsins Árborgar.