Tilkynning frá Afréttarmálafélagi Flóa og Skeiða varðandi Reykjaréttir

1 kind
1 kind

Kæru íbúar

Í ár líkt og í fyrra verða réttir með óhefðbundnu sniði vegna COVID-19. Í fjárrétttum í ár gildir 300 manna fjöldatakmarkanir og á það við um fullorðna og börn fædd 2015 og fyrr. Börn fædd 2016 og síðar eru undanskilin fjöldatakmörkunum.

Skipulag  Reykjarétta 2021. 

Réttað verður í Reykjaréttum 11.09 2021 og hefjast þær kl .09.00

Heimilt verður fyrir þá sem aka sínu  fé  heim  að koma með bílstjóra að auki  og er honum ekki heimilt að fara  út úr farartækinu sem notað er til flutningsins fjárins heim úr réttinni.

Þeir fjáreigendur sem reka fé sitt heim mega fá sína aðstoðarmenn að réttinni þegar öllum réttarstörfum er lokið.

Aðrir en þeir sem skráðir eru til réttarstarfa  hafa ekki aðgang að réttinni fyrr en öllum réttarstörfum er  lokið.

Gnúpverjar og Hrunamenn koma ekki í réttirnar og eiga þeir aðilar sem sjá um drátt í réttinni að draga þeirra fé og setja í viðeigandi dilka: Gnúpverjafé í A-8 Hrunafé í A-7.

Þeir aðilar sem koma ríðandi á föstudegi til réttanna og geyma  hross sín þar hafa ekki aðgang að þeim fyrr en eftir að öllum réttarstörfum líkur.

Mikilvægt er að allir hjálpist að og merki dilka sína vel til að auðvelda alla vinnu í réttinni.

Fjöldi manna/fjáreiganda sem mega mæta til réttarstarfa:

Bær

Fjöldi fólks

Bær

Fjöldi fólks

Vorsabær

5

Móskógar

6

Mjósyndi

7

Langamýri

9

Brúnastaðir

9

Kolsholt 2

9

Fljótshólar

5

Skeggjastaðir

11

Syðri Vellir

9

Krókur/Flaga:

12

Langstaðir

8

Dísarstaðir

6

Efri Brúnavellir

8

Hlemmiskeið

2

Húsatóftir

11

Björnskot

9

Hamar

6

Fjall

18

Arakot

6

Egilsstaðakot

9

Eyrarbakki

8

Skeiðháholt

8

Ósabakki, Hafliði

12

Hryggur 2

6

Ósabakki Jökull

12

Stokkseyri

6

Litlu Reykir

9

Oddsgeirshólar

12

Fjallmenn eru ekki inni í ofangreindum tölum.

Ekki er gert ráð fyrir þörf á að halda gestalista en treyst er á að bændur hlíti ofangreindum fjöldatakmörkunum. Réttirnar eru þar af leiðandi ekki opnar fyrir almenningi.

Mikilvægt er að allir virði þessar fjöldatakmarkanir á föstudag. Vert er að hafa í huga að Við erum öll almannavarnir. Lagt er áhersla á allir þeir sem taka þátt í réttarstörfum bera ábyrgð á sínum athöfnum og mikilvægt er að gæta að eigin sóttvörnum og muna 1 kindar regluna. 

Sjá má hér, nánari leiðbeiningar vegna gangna og rétta vegna Covid- 19 sem heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út 

f.h. Afréttamálafélags Flóa og Skeiða ,

 Steindór Guðmundsson gjaldkeri