Sorpþjónusta í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Útboð og undirritun samnings.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur bauð út sorpþjónustu fyrir árin 2016-2020 fyrir skömmu. Tveir aðilar sendu inn tilboð í verkefnið. Gámaþjónustan og Íslenska gámafélagið. Síðarnefndi aðilinn bauð lægra verð eða rétt liðlega 93 milljónir króna. Kostnaðaráætlun var um þremur milljónum hærri. Gámaþjónustan bauð ríflega 4 milljónum hærra en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á.  Gengið var til samninga við Íslenska Gámafélagið. En félagið hefur annast sorpþjónustu fyrir sveitarfélagið síðan 2009.  Mikil áhersla hefur verið lögð á flokkun sorps í sveitarfélaginu síðustu árin. Farnar hafa verið nokkuð frumlegar leiðir með afsetningu á lífrænum úrgangi. Hann er að mestu jarðgerður innan sveitarfélagsins. Sveitarfélagið rekur tvo gámsvæði. Annað við Brautarholt og hitt við þéttbýlið við Árnes. Samningur um sorpþjónustuna var undirritaður í Árnesi mánudaginn 7 nóvember.

Frá vinstri Haukur Björnsson forstjóri Íslenska Gámafélagsins, Kristófer Tómasson sveitarstjóri og Guðjón Egilsson rekstrarstjóri Íslenska Gámafélagsins á Suðurlandi.